6. bekkur

Eftirfarandi kannanir og próf eru hugsuð til leiðsagnar. 
Sérkennarar skólans og umsjónarkennarar koma sér saman um hvaða kannanir og próf eru lögð fyrir nemendur og hvenær.

TOLD Mikilvægt að greina nemendur í TOLD og/ eða lestri sem hafa tekið litlum framförum og eiga í verulegum erfiðleikum með stafsetningu.
Aston Index stafsetning lögð fyrir 6. bekk fyrir foreldradag að hausti og að vori Aston Index fyrir 7.bekk.
Æskilegt að leggja samræmt próf fyrir 6. bekk að hluta eða í heild fyrir nemendur í íslensku eða stærðfræði eftir miðsvetrarpróf.
Lestrar- og málþroskapróf sem sérkennarar leggja fyrir skv. beiðni bekkjarkennara.
Skimunarpóf í stærðfæði. Hóppróf, Talnalykill
Talnalykill, staðlað próf í stærðfræði. Hóppróf lagt fyrir alla á haustönn og síðan einstaklingspróf fyrir þá nemendur sem koma illa út úr hópprófi.
Viðhorfskannanir, svo sem tengslakannanir, Ég og skólinn eða eineltiskönnun fari fram í jan. fyrir foreldradag.Kynna verður foreldrum/forráðamönnum fyrirlögn skimana og leita leyfis þeirra vegna fyrirlögn greinandi prófa. Niðurstöður úr prófunum ber að kynna foreldrum með bréfi eða á fundi.