Sími 441 4800

Heilsueflandi grunnskólar

Heilsueflandi grunnskólar

Heilsueflandi grunnskóliHausið 2013 var ákveðið að taka formlega þátt í verkefni Lýðheilsustöðvar Heilsueflandi grunnskólar.  Á næstu misserum verður unnið markvisst að setja heildræna stefnu um heilsueflandi skólastarfi í Smáraskóla.  Sett er upp tímasett aðgerðaráætlun og í skólanámskrá verður tekið mið af stefnunni.  Mikilvægt að víðtækt samráð sé haft við alla hagsmunahópa skólasamfélagsins við mótun stefnunnar.  Meginatriði heilsueflandi skóla eru:

-  Stuðlar að góðri heilsu og líðan nemenda og starfsfólks. 
-  Bætir námsárangur nemenda.
-  Heldur á lofti félagslegu réttlæti og jafnréttissjónarmiðum. 
-  Sér til þess að skólaumhverfið sé öruggt og hlúi að nemendum. 
-  Eflir nemendur í námi og félagslífi og lætur þá vera virka þátttakendur í hvorutveggja. 
-  Tengir saman heilsu– og menntamál. 
-  Tekur á heilsu og vellíðan alls starfsfólks skólans. 
-  Vinnur með foreldrum og sveitarstjórn. 
-  Fléttar heilsumálin saman við daglegt skólalíf, námskrá og árangursmat.
-  Setur sér raunhæf markmið sem byggjast á nákvæmum upplýsingum og traustum vísindalegum gögnum. 
-  Leitast við að gera æ betur með því að fylgjast sífellt með og meta stöðuna.

Sérstök áhersla er á að vinna með átta þætti skólastarfsins, þ.e. nemendur, mataræði/tannheilsu, heimili, geðrækt, nærsamfélag, hreyfingu/öryggi, lífsstíl og starfsfólk.
Skipað var heilsueflingarteymi til að stýra þessari vinnu hér í skólanum og er formaður þess Símon Geir Þorsteinsson íþróttafræðingur og íþróttakennari við skólann.

Nánari upplýsingar um verkefnið.

Vefur LýðheilsustöðvarÞetta vefsvæði byggir á Eplica