Upplestrarhátíð

Í byrjun maí fór fram upplestrarhátíð í 4. bekk. Hátíðin er af sama toga og Stóra upplestrarkeppnin í 7. bekk, að því undanskyldu að ekki er um keppni að ræða, heldur listviðburð og uppskeruhátíð þar sem 4. bekkingar eru í aðalhlutverki. Nemendur lásu sögur, ljóð og þulur, sungu og spiluðu á hljóðfæri.
Markmið samtakanna „Raddir“ sem standa fyrir upplestrarhátíðunum er að vekja athygli og áhuga á vönduðum flutningi og framburði íslensks máls, að ungt fólk læri að njóta þess að flytja mál sitt og að efla virðingu okkar fyrir móðurmálinu.
Hátíðinni í 4. bekk lauk með dýrindis hlaðborði sem nemendur og foreldrar þeirra sáu um
Upplestrarhátíð!
Í byrjun maí fór fram upplestrarhátíð í 4. bekk. Hátíðin er af sama toga og Stóra upplestrarkeppnin í 7. bekk, að því undanskyldu að ekki er um keppni að ræða, heldur listviðburð og uppskeruhátíð þar sem 4. bekkingar eru í aðalhlutverki. Nemendur lásu sögur, ljóð og þulur, sungu og spiluðu á hljóðfæri.
Markmið samtakanna „Raddir“ sem standa fyrir upplestrarhátíðunum er að vekja athygli og áhuga á vönduðum flutningi og framburði íslensks máls, að ungt fólk læri að njóta þess að flytja mál sitt og að efla virðingu okkar fyrir móðurmálinu.
Hátíðinni í 4. bekk lauk með dýrindis hlaðborði sem nemendur og foreldrar þeirra sáu um.

Posted in Fréttaflokkur.