Skólasetning verður þriðjudaginn 25. ágúst
Nemendur koma til
skólasetningar án foreldra eða annarra gesta og foreldrar koma ekki inn í
skólahúsið nema brýna nauðsyn beri til eða þeir hafi verið boðaðir sérstaklega.
Skólastjóri mun hitta nemendur á sal og þeir eiga síðan stund með
umsjónarkennurum þar sem farið verður yfir skipulag fyrstu daganna og fleiri
þætti.
. Nemendur í 2.-4. bekk mæta kl. 8:30 og eru í skólanum
til kl. 10:00.
. Nemendur í 5.-7. bekk mæta kl. 9:30 og eru í skólanum
til kl. 11.00.
. Nemendur í 8.-10. bekk mæta kl. 10:30 og eru í
skólanum til kl. 12:00.
Verðandi 1. bekkingar fá boð frá sínum umsjónarkennurum en þeir koma til
viðtals ásamt foreldrum dagana 24.-25. ágúst.
Athugið að frístundaheimilið er lokað á skólasetningardegi.