Skólabyrjun – Skólaárið 2020-2021

Skólasetning verður þriðjudaginn 25. ágúst. Að þessu sinni koma nemendur til skólasetningar án foreldra eða annarra gesta en foreldrar hafa fengið tölvupóst með helstu upplýsingum.

Skólasetning:

  • Nemendur í 2.-4. bekk mæta kl. 8:30 og eru í skólanum til kl. 10:00. Inngangur: aðaldyr skólans (rennihurð)
  • Nemendur í 5.-7. bekk mæta kl. 9:30 og eru í skólanum til kl. 11.00. Inngangur: vesturendi, útidyr sem snúa að Smáranum.
  • Nemendur í 8.-10. bekk mæta kl. 10:30 og eru í skólanum til kl. 12:00. Inngangur: inngangur á vesturhlið, næst textílstofu.

Verðandi 1. bekkingar hafa fengið boð frá sínum umsjónarkennurum en þeir koma til viðtals ásamt foreldrum dagana 24.-25. ágúst.

Athugið að frístundaheimilið er lokað á skólasetningardegi.

Kennsla hefst miðvikudaginn 26. ágúst samkvæmt stundaskrám.

Síðasta skólaári lauk að nokkru leyti á annan hátt en hefðbundið er vegna viðbragða við Covid-19. Ljóst að þessi heimsfaraldur mun áfram hafa áhrif á skólastarf þó aðstæður nú og viðbrögð séu að vissu leyti önnur en þau voru í vor.

Við vonum að skólahaldið verði með sem eðlilegustum hætti í vetur og að við eigum öll góðan vetur framundan í leik og starfi

Posted in Fréttaflokkur.