Sími 441 4800

Fréttir

Dagskrá í menningarhúsum Kópavogs í haustfríi grunnskóla

25.10.2017

 

Menningarhúsin í Kópavogi bjóða börn og foreldra sérstaklega velkomin í haustfríi grunnskólans dagana 26. -28. október. Dagskrá húsanna er eftirfarandi:

 

 

 

Fimmtudagur 26. október kl. 10-13, Gerðarsafn :

 

Listsmiðja fyrir alla fjölskylduna í Gerðarsafni þar sem listakrákurnar Iða, Litía og Hringur verða með í för og skoða málverkasýninguna Staðsetningar með þátttakendum. Náttúrufræðistofa verður einnig heimsótt og steinar skoðaðir í smásjá í því skyni að leita tenginga milli myndlistar og vísinda. Listsmiðjan er fyrst og fremst góð samverustund í skapandi umhverfi Gerðarsafns.

 

 

 

Fimmtudagur 26. október kl. 11, Bókasafn Kópavogs aðalsafn:

 

Starwarsbíó í fjölnotasalnum, Episode IV.

 

 

 

Fimmtudagur 26. október kl. 13, Bókasafn Kópavogs, aðalsafn:

 

Vísindasmiðja Háskóla Íslands fyrir forvitna krakka

 

 

 

Fimmtudagur 26. október kl. 14, Lindasafn:

 

Spilastund og notaleg stemning á bókasafninu, Lindasafni.

 

 

 

Föstudagur 27. október kl. 10-13, Gerðarsafn:

 

Listsmiðja fyrir alla fjölskylduna í Gerðarsafni þar sem listakrákurnar Iða, Litía og Hringur verða með í för og skoða málverkasýninguna Staðsetningar með þátttakendum. Náttúrufræðistofa verður einnig heimsótt og steinar skoðaðir í smásjá í því skyni að leita tenginga milli myndlistar og vísinda. Listsmiðjan er fyrst og fremst góð samverustund í skapandi umhverfi Gerðarsafns.

 

 

 

Föstudagur 27. október kl. 11, Bókasafn Kópavogs aðalsafn:

 

Starwarsbíóstuði heldur áfram með Episode V.

 

 

 

Föstudagur 27. október kl. 13, aðalsafn:

 

Episode VI og þar með lýkur Starwarsmaraþoni bókasafnsins.

 

 

 

Laugardagur 28. október Fjölskyldustund tileinkuð hrekkjavökunni

 

á Bókasafni Kópavogs aðalsafni:

 

Kl. 11: Hrekkjavökusögustund í myrkri. Takið með vasaljósin!

 

Kl. 12: Dregið úr bangsgetraun í tilefni af Alþjóðlega bangsadeginum.

 

Kl. 13: Grímusmiðja í umsjón Ingibjargar Huldar sem hefur reynslu af rosalegum grímum. Allt efni á staðnum.

 

 

 

Aðgangur á alla viðburði er ókeypis!!

 Þetta vefsvæði byggir á Eplica