Sími 441 4800

Fréttir

UNICEF-hreyfingin í Smáraskóla

11.7.2016

Samtals söfnuðu nemendur Smáraskóla með þátttöku í UNICEF-hreyfingunni í byrjun júní síðastliðnum 167.264 krónum. Það er frábær árangur!

 

 

 

 

 

 

Fyrir þann pening getur UNICEF til dæmis:

  • Keypt 6.935 skammta af bóluefni gegn mænusótt

  • Keypt námsgögn fyrir 2.569 börn

  • Keypt 2.763 poka af jarðhnetumauki. Jarðhnetumaukið fá börn sem eru vannærð. Oftast þurfa þau ekki meira en 3 poka á dag í nokkrar vikur til að ná fullum bata.

  • Keypt 6 skóla í kassa. Skóli í kassa er stálkassi með öllum nauðsynlegum námsgögnum sem þarf fyrir eina kennslustofu.

  • Keypt 3 vatnsdælur sem geta skipt sköpum fyrir samfélög þar sem langt þarf að fara til að sækja vatn. Börn eru oft sett í slík verk og komast því ekki í skóla. Vatnsdælur geta því skipt miklu máli fyrir börn og nám þeirra.

 Eins og sjá má getur sá peningur sem krakkarnir okkar söfnuðu gert ansi mikið! Margt smátt gerir svo sannarlega eitt stórt!! Þetta vefsvæði byggir á Eplica