Sími 441 4800

Fréttir

Aðalfundur Foreldrafélags Smáraskóla verður haldinn í skólanum miðvikudaginn 25.maí kl. 17.15.

18.5.2016

 

Í framhaldi af fundinum býður Foreldrafélagið og Smáraskóli foreldrum og forráðamönnum uppá námskeið/fyrirlestur sem fjallar um kvíða barna og unglinga. Á fyrirlestrinum er fjallað um eðli og einkenni kvíða, helstu kvíðaraskanir og æskileg viðbrögð við kvíða barna og unglinga. Fyrirlesari er Berglind Brynjólfsdóttir sálfræðingur en hún hefur haldið námskeið um kvíða barna hjá endurmenntun Háskóla Íslands við góðan orðstír bæði fyrir foreldra sem eru að fást við kvíða barna sinna sem og þeirra sem ekki hafa upplifað slíkt. Við hvetjum alla til að taka frá tíma og láta sér þetta þarfa málefni varða. 

Við viljum við hvetja foreldra til að sækja aðalfund félagsins. Einhverjir stjórnarmenn ætla að láta af störfum eftir nokkurra ára ánægjulega stjórnarsetu og væri gaman að fá fleiri áhugasama foreldra í stjórnina. Stjórnin er skipuð 5 aðilum og 2 til vara. Starfið er gefandi og skemmtilegt og eflir tengingar við aðra foreldra, skólann og hverfið (vinnuálag er ekki mikið ).

 

Hlökkum til að sjá sem flesta -  vonandi fullan sal af áhugasömum foreldrum!

 

Kveðja,

 

Stjórn Foreldrafélgs Smáraskóla

 Þetta vefsvæði byggir á Eplica