Sími 441 4800

Fréttir

Kjördæmismót Reykjanes í skólaskák

11.4.2016

Kjördæmismót Reykjanes í skólaskák árið 2016 fór fram í Glersalnum í stúkunni við Kópavogsvöll föstudaginn 8. apríl. Fyrir hádegi keppti eldri flokkurinn 8.-10. bekkur og 1.-7. bekkur eftir hádegið. Við í Smáraskóla erum stolt af því að geta sagt frá því að 1. og 3. sæti tóku strákarnir okkar, meistarar skákborðsins, Bárður og Björn Birkissynir.

Úrslit:

1.Bárður Örn Birkisson Smárskóla 5,5 vinninga

2. Davíð Kolka Álfhólsskóla 5 vinninga

3. Björn Hólm Birkisson 4,5 vinninga

 

Í yngri flokki kepptu fyrir hönd Smáraskóla: Freyja Birkisdóttir 4-GK, Steinþór Örn Gíslason 6-ALÞ, Reynir Thelmuson 6-ALÞ, Björgvin I. Ólafsson 6-KSÞ og  Jóhannes Kári Sigurjónsson 6-ALÞ.

Freyja náði þar bestum árangri 4. sæti með 5 vinninga af 7 mögulegum.

 Þetta vefsvæði byggir á Eplica