Sími 441 4800

Fréttir

Upplýsingafundur um móttöku flóttamanna

1.2.2016

Þriðjudaginn 2. febrúar kl. 16.30 bjóðum við þeim foreldrum sem hafa áhuga á að kynna sér frekar móttökuverkefnið og flóttafólkið okkar upp á upplýsingafund.  
Á fundinum munum við kynna aðkomu Rauða krossins að verkefninu, heyra aðeins frá Amal Tamimi um þennan menningarheim sem þau koma úr og vonandi kemst Margrét verkefnastjóri frá Velferðarsviði Kópavogs líka til okkar á fundinn til að segja frá þeirra aðkomu að verkefninu.  

Sérstaklega erum við að hugsa til foreldra barna í 1. og 3. bekk sem koma til með að vera í bekkjum, tímum og lotum með Sýrlendingunum okkar.  
Ekki er um neina skyldumætingu að ræða og fundurinn einungis hugsaður til að miðla upplýsingum til þeirra foreldra sem áhuga hafa :)  

Gert er ráð fyrir að fundurinn taki um það bil klukkustund.

Fundarstjóri er Björg Baldursdóttir  verkefnastjóri á Menntasviði Kópavogs.  Þetta vefsvæði byggir á Eplica