Sími 441 4800

Fréttir

Opið hús föstudaginn 11. desember

10.12.2015

Hér í skólanum hefur verið skemmtileg hefð fyrir þematengdri vinnu í tengslum við fullveldishátíð Íslendinga 1. des og höfum við ætíð boðið foreldrum í skólann í tengslum við þá vinnu.  

Að þessu sinni verður opið hús í Smáraskóla föstudaginn 11. desember frá kl. 08:20 – kl09:30.

Gestum er  boðið að ganga um skólann, skoða verk nemenda sem hafa verið unnin í tengslum við fullveldishátíðina, einnig eru til sýnis verk sem unnin hafa verið frá skólabyrjun og verk frá þemadögum sem helgaðir voru „umhverfismálum“ 

Við verðum með tónlistaratriði, tilkynnum verðlaunahafa í „Göngum í skólann“ og  vinningslið Fjölgreindarleikanna.

 

 • Dagskráin er eftirfarandi:

 • 2.bekkur forskóli (í miðrými):

  • Hamarinn

  • Lappa

  • Blokklingarnir.

 • 3.bekkur forskóli (í miðrými):

  • Maja átti lítið lamb

  • Ba bú ba bú

  • Blokklingarnir

 • Svið – verðlaunafhending – Göngum í skólann og Fjölgreindarleikar.

 • Kórar (í miðrými):

  • Ryksugulagið (með hreyfingum)

  • Ég heyri svo vel (með hreyfingum)

  • Bráðum koma blessuð jólin (báðir)

  • Jólin allstaðar (báðir)

  • Bjart er yfir Betlehem (báðir)

Síðast en ekki síst er hægt að gæða sér á köku og kaffi eða djús á kaffihúsi sem nemendur í 10. bekk og umsjónarkennarar þeirra setja upp í miðrými skólans. Kökusalan er í umsjá nemenda í 10. bekk og er til styrktar útskriftarferð þeirra í vor. Kaka, kaffi, djús, kostar samtals: 500 kr.

Munið að taka með ykkur einhverja aura því enginn posi er á staðnum. Ef forráðamenn komast ekki í heimsóknina  fara kennarar með yngri nemendum á kaffihúsið, við biðjum ykkur þá vinsamlegast um að senda kr. 500 með barninu í skólann.Þetta vefsvæði byggir á Eplica