Sími 441 4800

Fréttir

Spjaldtölvuverkefni - kynningarfundir fyrir foreldra nemenda í 6. og 7. bekk

6.12.2015

Nú styttist í annan áfanga spjaldtölvuinnleiðingar í grunnskólum Kópavogs en allir nemendur í sjötta og

sjöunda bekk munu fá úthlutað iPad spjaldtölvum í lok janúar á næsta ári.  Afar mikilvægt er að foreldrar séu vel upplýstir um tiltekin atriði áður en afhending fer fram og er því boðað til kynningarfunda í skólunum

nú í næstu viku. Til að auðvelda foreldrum að komast á fundina verða haldnir tveir fundir í hverjum skóla,

annar kl 8:00 að morgni en hinn kl. 17:00.  Fundirnir í Smáraskóla verða þriðjudaginn 8. desember kl. 17:00 og fimmtudaginn 10. desember kl. 08:00.  Vinsamlega látið ykkur ekki vanta!

Kennsluráðgjafar skólanna munu kynna nokkur mikilvæg atriði og einnig munu foreldrar fá að sjá dæmi um hvernig

spjaldtölvurnar verða notaðar í námi og kennslu.

Hver fundur tekur um klukkustund og við hlökkum til að sjá ykkur!Þetta vefsvæði byggir á Eplica