Sími 441 4800

Fréttir

Kaffispjall um notkun spjaldtölva í skólastarfi

1.12.2015

Fimmtudaginn 3. desember kl. 08:15 ætlum við að hafa kaffispjall fyrir foreldra nemenda í 8. og 9. bekk í sal skólans. Þar mun Ragnar Þór Pétursson kennari og heimspekingur fræða foreldra um það hvað þarf að hafa í huga með nýrri tækni heima og í skólanum. Ragnar hefur langa reynslu af notkun spjaldtölva í kennslu og er með fullt af góðum ráðum til foreldra. Á fundinum munu fulltrúar kennara á elsta stigi, Steinunn og Tobba, einnig kynna fyrir foreldrum hvernig þær og aðrir kennarar á stiginu hafa verið að nota þessa nýju tækni í kennslunni. Gert er ráð fyrir að fundinum ljúki kl. 09:15.
Ég hvet ykkur öll til að mæta eiga gott spjall við Ragnar og okkur hin sem á fundinum verðum.Þetta vefsvæði byggir á Eplica