Sími 441 4800

Fréttir

Laufabrauðsdagurinn í Smáraskóla 14. nóvember

12.11.2015

Nú er komið að föstum lið í jólaundibúningnum, hinum sívinsæla og ómissandi laufabrauðsdegi sem haldinn verður laugardaginn 14. nóvember kl. 11:00 - 14:00.    

Við ákváðum að byrja snemma í ár þar sem verkefnalistinn er oft ansi langur í desember. 

 

Margir hafa mikla reynslu af laufabrauðsskurði svo hér gefst gott tækifæri fyrir byrjendur í faginu að læra af þeim reynslumeiri

 

Boðið verður upp á steikingu í kennslueldhúsi skólans. Við óskum eftir röskum sjálfboðaliðum til að aðstoða við steikingu og frágang í eldhúsinu því margar hendur vinna létt verk :)  Endilega sendið okkur í póst á foreldrafelag.smaraskola@hotmail.com ef þið getið aðstoðað.

 

Takið með ykkur :

 

  • Laufabrauðskökur. Þær fást frosnar í flestum verslunum. Kaupið þær deginum áður ;-)

  • Bretti

  • Lítinn hníf með oddi eða laufabrauðsjárn

  • Gaffal

  • Box til að taka kökurnar heim í

 

 

 

Nemendur í  7.bekk verða með veitingasölu og mun ágóðinn renna í ferðasjóð þeirra. Athugið að aðeins er hægt að greiða með reiðufé.

 

Fjölmennum í góðu undirbúningsjólaskapi!

 

 

 

Bestu kveðjur,

                                          Stjórn Foreldrafélags SmáraskólaÞetta vefsvæði byggir á Eplica