Aðalfundur foreldrafélagsins og kynning á teymiskennslu

Aðalfundur foreldrafélags Smáraskóla var haldinn fimmtudagskvöldið 19.september.

Eftirtaldir skipa nýja stjórn foreldrafélagsins:

Birna María Björnsdóttir, formaður (kosin til eins árs)
Jóhannes Birgir Jensson (kosinn til tveggja ára – var fyrir sem formaður)
Valtýr Bergmann (kosinn til tveggja ára)
Jóhanna Sara Kristjánsdóttir (kosin til tveggja ára)
Sólveig Jóhannesdóttir (kosin til eins árs – var fyrir sem varamður)
Guðný Lára Jónsdóttir (er að byrja ár 2/2)
Guðlaug Harpa Gunnarsdóttir (er að byrja ár 2/2)

Stjórnin mun skipta með sér verkum á næsta fundi. Eftir hefðbundin aðalfundarstörf var kynning á teymiskennslu. Þórhildur Helga Þorleifsdóttir, kennsluráðgjafi frá Menntasviði Kópavogs og sérfræðingur í teymiskennslu flutti stutt erindi og í kjölfarið sköpuðust góðar umræður. Glærur frá kynningu Þórhildar eru hér.

Posted in Fréttaflokkur.