Sími 441 4800

Fréttir

Heimsókn forsætisráðherra á þemadaga - 12.4.2019

Smaraskoli_themadagar1Í gær opnuðum við þemadaga sem eru síðustu skóladagarnir fyrir páskaleyfi. Að þessu sinni er þemað tileinkað vinnu með Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna og tengingu þeirra við verkefni okkar hér í Smáraskóla. Markmiðið er að nemendur þjálfist í gagnrýnni hugsun hvað varðar þau sjálf og umhverfi okkar og víkki sjóndeildarhring sinn. Það var okkur mikill heiður að Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherera heimsótti okkur af þessu tilefni og ávarpaði nemendur og starfsfólk með hvatningarorðum varðandi þemaverkefnin. Katrín talaði um mikilvægi þess að við fullorðna fólkið skilum jörðinni af okkur í góðu ásigkomulagi til næstu kynslóðar og að við sýnum öll ábyrgð í neyslu okkar og endurvinnslu á plasti. Hún nefndi mikilvægi þess að öll börn í heiminum fengju að ganga í skóla.

Lesa meira

Hæfileikakeppni! - 10.4.2019

Hæfileikakeppni Smáraskóla verður haldin miðvikudaginn 10.apríl kl. 17-19.

Nemendur hafa nú þegar skráð sig til leiks og æft sín atriði, sem verða án efa fjölbreytt og skemmtileg, en m.a. eru komin á dagskrá atriði sem snúast um dans, hljóðfæraleik og söng. Verðlaun verða veitt fyrir hópatriði og einstaklingsatriði og frumlegasta atriðið á hverju aldursstigi.

Þátttaka í hæfileikakeppninni gefur nemendum tækifæri til að æfa ýmsa hæfni og færni og koma fjölbreyttum hæfileikum sínum á framfæri :)

Dómararnir verða opinberaðir á keppninni – en þeir eru allir mjög hæfileikaríkir og hafa viðtæka reynslu af sviðsframkomu, hver á sínu sviði.

Gestir velkomnir!

Lesa meira

Frábær árangur! - 8.4.2019

Robert-og-matthiasMatthías Andri Hrafnkelsson og Róbert Dennis Solomon, nemendur okkar í 8. bekk, fengu nýverið flottar viðurkenningar fyrir þátttöku í keppnum utan skólans. Matthías Andri tók þátt í stærðfræðikeppni grunnskólanna og lenti í 3. sæti í sínum árgangi en nemendur í 10 efstu sætunum fengu viðurkenningar og nemendur í 3 efstu sætum í hverjum flokki fengu vinninga frá Arion banka. Alls voru keppendur um 330 frá allmörgum grunnskólum. Róbert Dennis tók þátt í forritunarkeppni grunnskólanna í 8.-10. bekk og lenti í 3. sæti. Þemað í forrituninni í ár var „retró tölvuleikir“ og var notast við forritunarmál í textaham.
Við óskum Matthíasi og Róberti innilega til hamingju með þennan flotta árangur og fyrir að vera skólanum okkar til sóma í þessum metnaðarfullu verkefnum.

Lesa meira

4. bekkur - Landnám Íslands - 8.4.2019

4bekkur_landnam2Nemendur í 4.bekk hafa undanfarið unnið skemmtileg verkefni um landnám Íslands. Verkefnið hefur reynt á margvíslega hæfni, m.a. samvinnu, sköpun, heimildaöflun og textagerð. Það er gaman að sjá afrakstur lifandi verkefna sem reyna jafnt á hug og hönd!

Lesa meira


Þetta vefsvæði byggir á Eplica