Sími 441 4800

Fréttir

Erasmus+ - 8.10.2019

Erasmus_undirritun

Mynd: Frá undirritun samstarfssamninga Erasmus+

Smáraskóli uppskar ríkulega í síðustu umsóknarlotu Erasmus+. Næstu tvö skólaárin verðum við þátttakendur í fjórum Erasmus+ samstarfsverkefnum:

Democracy in a Digitalized Era: A blessing or a curse?

Share our Similarities, Celebrate our Differences: School Diversity through INCLUSION
Educational Garden of Eden: Exploring Innovation Methodologies in Schools

Sustainable Gastronomy: Let's make a fresh start for healthy eating habits in school education

Ersmus_plus


Í þátttökunni felst fjölbreytt verkefnavinna, starfsmanna- og nemendaheimsóknir til samstarfsskóla í Evrópu, auk móttöku nemenda og kennara.

#Erasmus+Spennandi tímar framundan!

Lesa meira

Ytra mat í Smáraskóla - 5.10.2019

Vikuna 7.-11.október verða hjá okkur tveir gestir á vegum Menntamálastofnunar en þeir munu með úttekt sinni leggja mat á ýmsa þætti skólastarfsins. Í ytra mati sem þessu

felst það að utanaðkomandi aðili leggur mat á starfsemi skólans með hliðsjón af gildandi lögum, reglugerðum og aðalnámskrá. Er það meðal annars gert með því að skoða fyrirliggjandi gögn um skólann, heimsóknir úttektaraðila í kennslustundir og viðtöl við nemendur, starfsfólk og foreldra.

Þetta er frábært tækifæri fyrir okkur til að fá endurgjöf sérfræðinga á það sem vel er gert í skólastarfinu og hvar við getum bætt okkur.

Lesa meira

Skipulagsdagur 4. október - 3.10.2019

Föstudaginn 4. október er skipulagsdagur í Smáraskóla skv. skóladagatali.. Drekaheimar eru opnir frá 8.00-17.00 fyrir þá nemendur sem þar eru skráðir.

Lesa meira

Aðalfundur foreldrafélagsins og kynning á teymiskennslu - 20.9.2019

Aðalfundur foreldrafélags Smáraskóla var haldinn fimmtudagskvöldið 19.september.

Eftirtaldir skipa nýja stjórn foreldrafélagsins:

Birna María Björnsdóttir, formaður (kosin til eins árs)
Jóhannes Birgir Jensson (kosinn til tveggja ára - var fyrir sem formaður)
Valtýr Bergmann (kosinn til tveggja ára)
Jóhanna Sara Kristjánsdóttir (kosin til tveggja ára)
Sólveig Jóhannesdóttir (kosin til eins árs - var fyrir sem varamður)
Guðný Lára Jónsdóttir (er að byrja ár 2/2)
Guðlaug Harpa Gunnarsdóttir (er að byrja ár 2/2)

Stjórnin mun skipta með sér verkum á næsta fundi. Eftir hefðbundin aðalfundarstörf var kynning á teymiskennslu. Þórhildur Helga Þorleifsdóttir, kennsluráðgjafi frá Menntasviði Kópavogs og sérfræðingur í teymiskennslu flutti stutt erindi og í kjölfarið sköpuðust góðar umræður. Glærur frá kynningu Þórhildar eru hér

Lesa meira


Þetta vefsvæði byggir á Eplica