Sími 441 4800

Fréttir

Innritun í grunnskóla Kópavogs fyrir skólaárið 2021-2022 - 15.2.2021

Enrolment in Kópavogur ‘s primary schools for the school year of 2021 – 2022
Zapisy do szkół podstawowych w Kópavogur w roku szkolnym 2021 – 2022


Innritun 6 ára barna (fædd 2015) fer nú alfarið fram í gegnum þjónustugátt á vef bæjarins https://thjonustugatt.kopavogur.is

Opnað hefur verið fyrir innritun fyrir næsta skólaár og stendur hún til 8. mars 2021.

Sömu daga fer fram innritun nemenda sem flytjast milli skólahverfa og þeirra sem flytja í Kópavog eða koma úr einkaskólum.

Skráning í mötuneyti, sumarfrístund og frístund fyrir næsta skólaár verður auglýst síðar og munu foreldrar frá póst frá skólanum þegar þar að kemur.

Haustið 2021 munu skólar hefjast með skólasetningardegi þriðjudaginn 24. ágúst. Nánari upplýsingar um skólabyrjun munu birtast á heimasíðum skólanna.

Sérstök athygli er vakin á því að umsóknarfrestur um heimild til að stunda nám í einkaskólum eða grunnskólum annarra sveitarfélaga er til 1. apríl og skal sækja um á þjónustugátt Kópavogs. Sækja þarf um að nýju fyrir nemendur sem nú eru í slíkum skólum, ef gert er ráð fyrir að þeir verði þar næsta vetur.

Menntasvið Kópavogsbæjar

Lesa meira

Frábær árangur Smáraskóla í grunnskólakeppni Samróms! - 2.2.2021

Smaraskoli_samromur_2021

Smáraskóli tók nýverið þátt í „Grunnskólakeppni Samróms“. Samrómur er hluti af stóru samstarfsverkefni íslenskra háskóla, stofnana, fyrirtækja og félagasamtaka, sem munu á næstu árum þróa hugbúnað sem skilur og talar íslensku. Í grunnskólakeppni Samróms söfnuðu nemendur upptökum af sér að lesa orð og setningar sem síðan nýtast til að kenna tölvum og tækjum að skilja íslensku.
Úrslit grunnskólakeppninnar voru tilkynnt við hátíðlega athöfn á Bessastöðum í vikunni og það voru forseti Íslands og forsetafrú sem afhentu verðlaunin. Smáraskóli sigraði keppnina í sínum flokki og las einnig mest allra skóla – 133 þúsund setningar frá 626 þátttakendum! Smáraskóli fékk í verðlaun 3 stykki Sphero bolts vélmenni en vélmennin tengja saman leik og forritunarkennslu og eru hönnuð til að ýta undir forvitni, sköpun og nýjar uppgötvanir.

Á myndinni eru forsetahjónin á Bessastöðum ásamt fulltrúum Smáraskóla við verðlaunaafhendinguna, þeim Tómasi Inga, Snædísi Örnu og Sólveigu Láru. Auk nemendanna tók Telma Ýr umsjónarkennari í 5. bekk þátt í athöfninni fyrir hönd Smáraskóla en hún hafði frumkvæði að því að kveikja áhuga nemenda á verkefninu og hvetja bæði nemendur og starfsfólk til dáða.

Lesa meira

Skipulagsdagur - föstudag 2. okt - 1.10.2020

Föstudaginn 2. október er skipulagsdagur í Smáraskóla skv. skóladagatali.. Drekaheimar eru opnir frá 8.00-17.00 fyrir þá nemendur sem þar eru skráðir.

Lesa meira


Þetta vefsvæði byggir á Eplica