Sími 441 4800

Comeníusarverkefni Smáraskóla

Fyrirsagnalisti

Comeníusarverkefni Smáraskóla

Comeniusarverkefnið „Music is the beating heart of culture“ er samstarfsverkefni 7 evrópulanda; Íslands, Tyrklands, Þýskalands, Tékklands, Póllands, Ítalíu og Norður Írlands.
Aðaláherslur verkefnisins eru að auka áhuga nemenda á skólastarfinu og öllu sem því viðkemur með því að nota meira af tónlist bæði við kennslu og í frímínútum. Okkur langar að athuga hvort það bæti líðan nemenda í skólanum, auki gleði við nám og ástundun og hvort það hvetji nemendur til aukinnar virkni með því að auka spilun og sköpun á tónlist í skólanum.
Eins hefur það vakið forvitni okkar að kanna hvort aukin þekking á menningu okkar sem þjóð og sterkari þjóðernisvitund hafi áhrif á samkennd, vináttu og virðingu meðal nemenda í skólanum. Áhersla verður lögð á að sína hinum þátttökulöndunum hver við erum sem þjóð og hver okkar menning er, læra hvað við erum ólík þeim en jafnframt að sjá hversu mikið við eigum sameiginlegt.
Ýmis verkefni verða unnin á meðan samvinnan stendur yfir næstu 2 árin, m.a. tónlistarsköpun í öllum bekkjum, aukin hlustun í tímum og úrvinnsla, „history box“ (sýnt hér fyrir neðan), myndsköpun út frá tónlist og sögu íslendinga  o.m.fl.
Við elskum tónlist og við elskum að vera íslendingar! Þetta verður ótrúlega skemmtilegt og ekkert nema tilklökkunarefni að vinna að þessu með krökkunum.

Ferðasaga nemanda

Snemma morguns þann 2. desember flugum við 7 nemendur úr Smáraskóla og 3 kennarar til Munchen. Tilefnið var að við krakkarnir unnum Comeniusar samkeppni sem haldin var í skólanum...[nánar]Þetta vefsvæði byggir á Eplica