Sími 441 4800

Fréttir og tilkynningar

Foreldrafélag færir Friðþjófi þakkir - 17.1.2019

Screenshot_20190116-211330_Gallery

Friðþjófur Helgi Karlsson lét af störfum sem skólastjóri Smáraskóla eftir rúmlega 9 ára starf.

Foreldrafélagið þakkar honum fyrir farsælt samstarf og óskar honum alls hins besta í þeim verkefnum sem hans bíða. 

Í kveðjugjöf færði Stjórn foreldrafélagsins honum gjafabréf og blómvönd.

Jólafrí - 20.12.2018

Frá og deginum í dag eru nemendur komnir í jólafrí.  Kennsla hefst aftur föstudaginn 4. janúar samkvæmt stundaskrá. 

Gleðileg jól - 20.12.2018

Kæru foreldrar.

Ég óska ykkur og börnum ykkar gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári.  En um leið vil ég þakka ykkur fyrir samstarfið og samfylgdina þau rúmu níu ár sem ég hef starfað við skólann. 
Hafið hjartans þökk fyrir.  

Með jólakveðju,

Friðþjófur Helgi  

Vináttudagur 8. nóvember - 7.11.2018

Á morgun, fimmtudaginn 8. nóvember verður Vináttugangan í öllum hverfum Kópavogs. Í Smárahverfinu eru Smáraskóli, félagsmiðstöðin Þeba, leikskólinn Lækur og leikskólinn Arnarsmári í samstarfi.

Nemendur okkar í 9. og 10.bekk fara í leikskólana Arnarsmára og Læk og fylgja leikskólanemendum í skipulagða dagskrá í Fífunni. Að dagskrá lokinni fylgja unglingarnir leikskólabörnunum til baka í leikskólann.

Allir í Smáraskóla mæta í Fífuna, þar ætlum við að syngja og dansa saman, hlusta á umfjöllun um vináttuna og mynda risastórt hjarta með hópnum.

Tilgangurinn með göngunni og vináttustundinni er að minna á hversu vináttan er dýrmæt - að allir geti verið vinir og góðir við aðra. Sömuleiðis er samveran liður í því að styrkja tengslin milli nemenda, starfsmanna og skólastiganna tveggja. Í tengslum við daginn hafa verið unnin margvísleg verkefni um vináttuna og gildi góðra samskipta.

Vetrarleyfi - 17.10.2018

Samkvæmt skóladagatali Smáraskóla er vetrarleyfi dagana 18. og 19. október.

Við vonum að allir eigi eftir að hafa það gott í leyfinu og hlökkum til að hitta ykkur aftur mánudaginn 22. október.

Fréttasafn


Atburðir framundan

Engin grein fannst.Þetta vefsvæði byggir á Eplica