Sími 441 4800

Fréttir og tilkynningar

Sigur á skákmóti - 10.5.2019

FreyjaTólf stúlkur frá Smáraskóla tóku þátt í Meistaramóti Kópavogs í skólaskák föstudaginn 10. maí, ásamt mörgum öðrum stúlkum úr grunnskólum Kópavogs. Allar stóðu þær sig með sóma. Eftir harða baráttu sigraði Freyja Birkisdóttir í 7. bekk í Smáraskóla skákmótið með því að vinna átta af níu skákum sínum. Glæsilegur árangur hjá Freyju.

Fluguhnýtingar og stangveiði - 10.5.2019

VeidiferdNokkrir nemendur í unglingadeild hafa í vetur stundað valnámskeið í fluguhnýtingum og stangveiði. Þeir hafa lært að hnýta flugur og fræðst um ýmislegt sem tengist fluguveiði. Einnig hafa þeir lært réttu tökin með veiðistöngina og sótt kastnámskeið í íþróttasal og úti á opnum svæðum. Hápunktur þessa valnámskeiðs var svo nú á vordögum þegar hópurinn fór í dagslanga veiðiferð í Varmá í Hveragerði. Engar sögur fara af aflabrögðum en ljóst er að hópurinn skemmti sér vel og sýndi fagmannleg vinnubrögð. Kennari hópsins í þessari valgrein er Róbert Haraldsson.

Upplestrarhátíð - 3.5.2019

IMG_4764Í byrjun maí fór fram upplestrarhátíð í 4. bekk. Hátíðin er af sama toga og Stóra upplestrarkeppnin í 7. bekk, að því undanskyldu að ekki er um keppni að ræða, heldur listviðburð og uppskeruhátíð þar sem 4. bekkingar eru í aðalhlutverki. Nemendur lásu sögur, ljóð og þulur, sungu og spiluðu á hljóðfæri.
Markmið samtakanna „Raddir“ sem standa fyrir upplestrarhátíðunum er að vekja athygli og áhuga á vönduðum flutningi og framburði íslensks máls, að ungt fólk læri að njóta þess að flytja mál sitt og að efla virðingu okkar fyrir móðurmálinu.
Hátíðinni í 4. bekk lauk með dýrindis hlaðborði sem nemendur og foreldrar þeirra sáu um
Upplestrarhátíð!
Í byrjun maí fór fram upplestrarhátíð í 4. bekk. Hátíðin er af sama toga og Stóra upplestrarkeppnin í 7. bekk, að því undanskyldu að ekki er um keppni að ræða, heldur listviðburð og uppskeruhátíð þar sem 4. bekkingar eru í aðalhlutverki. Nemendur lásu sögur, ljóð og þulur, sungu og spiluðu á hljóðfæri.
Markmið samtakanna „Raddir“ sem standa fyrir upplestrarhátíðunum er að vekja athygli og áhuga á vönduðum flutningi og framburði íslensks máls, að ungt fólk læri að njóta þess að flytja mál sitt og að efla virðingu okkar fyrir móðurmálinu.
Hátíðinni í 4. bekk lauk með dýrindis hlaðborði sem nemendur og foreldrar þeirra sáu um.

Skólaskákmót - 2.5.2019

Í þessari viku stendur yfir Meistaramót Kópavogs í skólaskák og Kjördæmamót Reykjaness. Það fer fram fer í stúkunni við Kópavogsvöll. Fjöldi nemenda frá Smáraskóla tekur þátt í mótunum og hafa nemendur staðið sig með mikilli prýði. Þess má geta að Freyja í 7. bekk náði þeim flotta árangri að vera í þriðja sæti á móti 1.-7. bekkja og tryggði sér með því þátttökurétt á Landsmótið í skák sem haldið verður um næstu helgi.

Heimsókn forsætisráðherra á þemadaga - 12.4.2019

Smaraskoli_themadagar1Í gær opnuðum við þemadaga sem eru síðustu skóladagarnir fyrir páskaleyfi. Að þessu sinni er þemað tileinkað vinnu með Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna og tengingu þeirra við verkefni okkar hér í Smáraskóla. Markmiðið er að nemendur þjálfist í gagnrýnni hugsun hvað varðar þau sjálf og umhverfi okkar og víkki sjóndeildarhring sinn. Það var okkur mikill heiður að Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherera heimsótti okkur af þessu tilefni og ávarpaði nemendur og starfsfólk með hvatningarorðum varðandi þemaverkefnin. Katrín talaði um mikilvægi þess að við fullorðna fólkið skilum jörðinni af okkur í góðu ásigkomulagi til næstu kynslóðar og að við sýnum öll ábyrgð í neyslu okkar og endurvinnslu á plasti. Hún nefndi mikilvægi þess að öll börn í heiminum fengju að ganga í skóla.

Fréttasafn


Atburðir framundan

Engin grein fannst.Þetta vefsvæði byggir á Eplica