Sími 441 4800

Fréttir og tilkynningar

Aðalfundur foreldrafélags Smáraskóla - 12.9.2019

Aðalfundur foreldrafélags Smáraskóla verður haldinn 19. september klukkan 19:30 í Smáraskóla. Við hvetjum foreldra til að mæta og taka þátt, vel mönnuð stjórn skiptir skóla og nemendur máli.

Boðið verður upp á kynningu á teymiskennslu sem hefur nú verið formlega innleidd í skólanum. Kennsluráðgjafi verður með kynningu og skólastjóri og aðstoðarskólastjóri verða fyrir svörum.

Boðið verður upp á kaffi og smá að narta í.

Venjuleg aðalfundarstörf verða samkvæmt dagskrá, vek athygli á því að nú verður boðið upp á samþykkt tveggja ársreikninga, sem og að tillögur að lagabreytingum hafa verið lagðar fram. Lagabreytingarnar snúa að vali á bekkjarfulltrúum og samsetningu stjórnar þar sem varastjórn verður lögð niður og færð inn í aðalstjórn. Einnig er val á fulltrúa í skólaráð bundið við stjórnarmeðlimi.

Dagskrá aðalfundar
a. Kosning fundarstjóra og fundarritara.
b. Skýrsla stjórnar.
c. Skýrslur nefnda.
d. Endurskoðaðir reikningar félagsins lagðir fram til samþykktar. (fyrir 2018 og 2019)
e. Lagabreytingar skv. 9. grein. (tillögur að breytingum á 5. grein um
f. Árgjald félagsins ákveðið.
g. Kosning stjórnar skv. 7. grein.
h. Kosning fulltrúa í skólaráð.
i. Kosning skoðunarmanns reikninga.
j. Skýrsla skólaráðsfulltrúa.
k. Önnur mál.

Kartöfluuppskera 3.bekkjar - 6.9.2019

Kart2Nemendur í 3.bekk voru að taka upp kartöflur sem þau settu niður í vor - og uppskeran er mjög góð! Afskaplega skemmtilegt verkefni sem rímar svo vel við stefnu skólans í Grænfánavinnu, heilsueflingu og tengingu við heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna!

Gleðilegt nýtt skólaár! - 12.8.2019

Nemendur í fyrsta bekk eru nú mættir í skólann til sumarfrístundar og fá þar gott tækifæri til að kynnast skólanum betur og hitta starfsmenn og samnemendur sína.

Kennarar úr öllum grunnskólum Kópavogs eru einnig í Smáraskóla þessa dagana á sí- og endurmenntunarnámskeiðum - þannig að það er líf og fjör í skólanum!

Skólasetning verður sem hér segir:

Fimmtudagur 22.ágúst:

Móttaka nýrra nemenda í alla árganga (nema 1.bekk)

Föstudagur 23.ágúst:

kl. 8:30, skólasetning hjá nemendum í 2.-4.bekk

kl. 9:30, skólasetning hjá nemendum í 5.-7.bekk

kl. 10:30, skólasetning hjá nemendum í 8.-10.bekk

Mánudagur 26.ágúst:

Kennsla hefst samkvæmt stundaskrám

Umsjónarkennarar í 1.bekk munu boða sína nemendur sérstaklega til fyrsta skólafundar :)

Við biðjum foreldra að uppfæra símanúmer og netföng í Mentor þannig að allir fái þær upplýsingar sem vera ber!

Fréttasafn


Atburðir framundan

Engin grein fannst.Þetta vefsvæði byggir á Eplica