Sími 441 4800

Fréttir og tilkynningar

Erasmus+ - 8.10.2019

Erasmus_undirritun

Mynd: Frá undirritun samstarfssamninga Erasmus+

Smáraskóli uppskar ríkulega í síðustu umsóknarlotu Erasmus+. Næstu tvö skólaárin verðum við þátttakendur í fjórum Erasmus+ samstarfsverkefnum:

Democracy in a Digitalized Era: A blessing or a curse?

Share our Similarities, Celebrate our Differences: School Diversity through INCLUSION
Educational Garden of Eden: Exploring Innovation Methodologies in Schools

Sustainable Gastronomy: Let's make a fresh start for healthy eating habits in school education

Ersmus_plus


Í þátttökunni felst fjölbreytt verkefnavinna, starfsmanna- og nemendaheimsóknir til samstarfsskóla í Evrópu, auk móttöku nemenda og kennara.

#Erasmus+Spennandi tímar framundan!

Ytra mat í Smáraskóla - 5.10.2019

Vikuna 7.-11.október verða hjá okkur tveir gestir á vegum Menntamálastofnunar en þeir munu með úttekt sinni leggja mat á ýmsa þætti skólastarfsins. Í ytra mati sem þessu

felst það að utanaðkomandi aðili leggur mat á starfsemi skólans með hliðsjón af gildandi lögum, reglugerðum og aðalnámskrá. Er það meðal annars gert með því að skoða fyrirliggjandi gögn um skólann, heimsóknir úttektaraðila í kennslustundir og viðtöl við nemendur, starfsfólk og foreldra.

Þetta er frábært tækifæri fyrir okkur til að fá endurgjöf sérfræðinga á það sem vel er gert í skólastarfinu og hvar við getum bætt okkur.

Skipulagsdagur 4. október - 3.10.2019

Föstudaginn 4. október er skipulagsdagur í Smáraskóla skv. skóladagatali.. Drekaheimar eru opnir frá 8.00-17.00 fyrir þá nemendur sem þar eru skráðir.

Aðalfundur foreldrafélagsins og kynning á teymiskennslu - 20.9.2019

Aðalfundur foreldrafélags Smáraskóla var haldinn fimmtudagskvöldið 19.september.

Eftirtaldir skipa nýja stjórn foreldrafélagsins:

Birna María Björnsdóttir, formaður (kosin til eins árs)
Jóhannes Birgir Jensson (kosinn til tveggja ára - var fyrir sem formaður)
Valtýr Bergmann (kosinn til tveggja ára)
Jóhanna Sara Kristjánsdóttir (kosin til tveggja ára)
Sólveig Jóhannesdóttir (kosin til eins árs - var fyrir sem varamður)
Guðný Lára Jónsdóttir (er að byrja ár 2/2)
Guðlaug Harpa Gunnarsdóttir (er að byrja ár 2/2)

Stjórnin mun skipta með sér verkum á næsta fundi. Eftir hefðbundin aðalfundarstörf var kynning á teymiskennslu. Þórhildur Helga Þorleifsdóttir, kennsluráðgjafi frá Menntasviði Kópavogs og sérfræðingur í teymiskennslu flutti stutt erindi og í kjölfarið sköpuðust góðar umræður. Glærur frá kynningu Þórhildar eru hér

Aðalfundur foreldrafélags Smáraskóla - 12.9.2019

Aðalfundur foreldrafélags Smáraskóla verður haldinn 19. september klukkan 19:30 í Smáraskóla. Við hvetjum foreldra til að mæta og taka þátt, vel mönnuð stjórn skiptir skóla og nemendur máli.

Boðið verður upp á kynningu á teymiskennslu sem hefur nú verið formlega innleidd í skólanum. Kennsluráðgjafi verður með kynningu og skólastjóri og aðstoðarskólastjóri verða fyrir svörum.

Boðið verður upp á kaffi og smá að narta í.

Venjuleg aðalfundarstörf verða samkvæmt dagskrá, vek athygli á því að nú verður boðið upp á samþykkt tveggja ársreikninga, sem og að tillögur að lagabreytingum hafa verið lagðar fram. Lagabreytingarnar snúa að vali á bekkjarfulltrúum og samsetningu stjórnar þar sem varastjórn verður lögð niður og færð inn í aðalstjórn. Einnig er val á fulltrúa í skólaráð bundið við stjórnarmeðlimi.

Dagskrá aðalfundar
a. Kosning fundarstjóra og fundarritara.
b. Skýrsla stjórnar.
c. Skýrslur nefnda.
d. Endurskoðaðir reikningar félagsins lagðir fram til samþykktar. (fyrir 2018 og 2019)
e. Lagabreytingar skv. 9. grein. (tillögur að breytingum á 5. grein um
f. Árgjald félagsins ákveðið.
g. Kosning stjórnar skv. 7. grein.
h. Kosning fulltrúa í skólaráð.
i. Kosning skoðunarmanns reikninga.
j. Skýrsla skólaráðsfulltrúa.
k. Önnur mál.

Fréttasafn


Atburðir framundan

Engin grein fannst.Þetta vefsvæði byggir á Eplica