Sími 441 4800

Fréttir og tilkynningar

Skipulagsdagur 21. nóvember - 20.11.2019

Fimmtudag 21.nóvember, er skipulagsdagur í Smáraskóla. Þann dag er ekki kennsla og frístundaheimili er lokað. Dagurinn er nýttur til sí- og endurmenntunar starfsfólks, samráðsfunda og skipulags skólastarfsins. Samkvæmt skóladagatali er þessi skipulagsdagur sameiginlegur hjá öllum grunnskólum Kópavogs.

Smáraskóli Kópavogsmeistari 1.bekkjar í skák - 18.11.2019

SkakSmáraskóli varð Kópavogsmeistari 1. bekkjar í skák í síðustu viku. Þau Kristján Freyr, Ásgeirs Smári, Andrea og Halldóra tóku þátt í Meistaramóti Kópavogs í skák – liðakeppni skólanna. Alls tóku 5 lið úr 1. bekk þátt og tefldi hvert lið fjórar umferðir. Smáraskóli vann á öllum borðum í tveimur umferðum og voru til mikillar fyrirmyndar með prúðri framkomu og yfirvegun. Við óskum þeim Kristjáni Frey, Ásgeiri Smára, Andreu og Halldóru innilega til hamingju en þau æfa öll skák hjá Breiðablik.

Sigur Þebuliða í spurningakeppni félagsmiðstöðva, GETKÓ - 5.11.2019

Fullsizeoutput_f325Vikuna 28. október - 1. nóvember fór fram GETKÓ spurningakeppni félagsmiðstöðva. Í keppninni voru 9 lið frá jafnmörgum félagsmiðstöðvum í Kópavogi. Félagsmiðstöðin Þeba bar sigur úr býtum að þessu sinni en lið Þebu skipa Jóhannes Kári Sigurjónsson, Tómas Orri Agnarsson og Matthías Andri Hrafnkelsson.

Erasmus+ - 8.10.2019

Erasmus_undirritun

Mynd: Frá undirritun samstarfssamninga Erasmus+

Smáraskóli uppskar ríkulega í síðustu umsóknarlotu Erasmus+. Næstu tvö skólaárin verðum við þátttakendur í fjórum Erasmus+ samstarfsverkefnum:

Democracy in a Digitalized Era: A blessing or a curse?

Share our Similarities, Celebrate our Differences: School Diversity through INCLUSION
Educational Garden of Eden: Exploring Innovation Methodologies in Schools

Sustainable Gastronomy: Let's make a fresh start for healthy eating habits in school education

Ersmus_plus


Í þátttökunni felst fjölbreytt verkefnavinna, starfsmanna- og nemendaheimsóknir til samstarfsskóla í Evrópu, auk móttöku nemenda og kennara.

#Erasmus+Spennandi tímar framundan!

Ytra mat í Smáraskóla - 5.10.2019

Vikuna 7.-11.október verða hjá okkur tveir gestir á vegum Menntamálastofnunar en þeir munu með úttekt sinni leggja mat á ýmsa þætti skólastarfsins. Í ytra mati sem þessu

felst það að utanaðkomandi aðili leggur mat á starfsemi skólans með hliðsjón af gildandi lögum, reglugerðum og aðalnámskrá. Er það meðal annars gert með því að skoða fyrirliggjandi gögn um skólann, heimsóknir úttektaraðila í kennslustundir og viðtöl við nemendur, starfsfólk og foreldra.

Þetta er frábært tækifæri fyrir okkur til að fá endurgjöf sérfræðinga á það sem vel er gert í skólastarfinu og hvar við getum bætt okkur.

Fréttasafn


Atburðir framundan

Engin grein fannst.Þetta vefsvæði byggir á Eplica