Föstudaginn 2. október er skipulagsdagur í Smáraskóla skv. skóladagatali.. Drekaheimar eru opnir frá 8.00-17.00 fyrir þá nemendur sem þar eru skráðir.
Skrifstofa Smáraskóla og frístundaheimilið Drekaheimar verða lokuð frá og með kl. 14:30 miðvikudaginn 16. september vegna samverustundar starfsmanna í kjölfar fráfalls góðs samstarfsmanns og félaga, Eiríks Þórs Vattnes Jónassonar.
Skólasetning
verður þriðjudaginn 25. ágúst. Að þessu sinni koma nemendur til skólasetningar
án foreldra eða annarra gesta en foreldrar hafa fengið tölvupóst með helstu
upplýsingum.
Skólasetning:
• Nemendur í 2.-4. bekk mæta kl. 8:30 og eru í skólanum til kl. 10:00. Inngangur: aðaldyr skólans (rennihurð)
• Nemendur í 5.-7. bekk mæta kl. 9:30 og eru í skólanum til kl. 11.00. Inngangur: vesturendi, útidyr sem snúa að Smáranum.
• Nemendur í 8.-10. bekk mæta kl. 10:30 og eru í skólanum til kl. 12:00. Inngangur: inngangur á vesturhlið, næst textílstofu.
Verðandi 1. bekkingar hafa fengið boð frá sínum umsjónarkennurum en þeir koma til viðtals ásamt foreldrum dagana 24.-25. ágúst.
Athugið að frístundaheimilið er lokað á skólasetningardegi.
Kennsla hefst miðvikudaginn 26. ágúst samkvæmt stundaskrám.
Síðasta skólaári lauk að nokkru leyti á annan hátt en hefðbundið er vegna viðbragða við Covid-19. Ljóst að þessi heimsfaraldur mun áfram hafa áhrif á skólastarf þó aðstæður nú og viðbrögð séu að vissu leyti önnur en þau voru í vor.
Við vonum að skólahaldið verði með sem eðlilegustum hætti í vetur og að við eigum öll góðan vetur framundan í leik og starfi
Nemendur koma til
skólasetningar án foreldra eða annarra gesta og foreldrar koma ekki inn í
skólahúsið nema brýna nauðsyn beri til eða þeir hafi verið boðaðir sérstaklega.
Skólastjóri mun hitta nemendur á sal og þeir eiga síðan stund með
umsjónarkennurum þar sem farið verður yfir skipulag fyrstu daganna og fleiri
þætti.
. Nemendur í 2.-4. bekk mæta kl. 8:30 og eru í skólanum
til kl. 10:00.
. Nemendur í 5.-7. bekk mæta kl. 9:30 og eru í skólanum
til kl. 11.00.
. Nemendur í 8.-10. bekk mæta kl. 10:30 og eru í
skólanum til kl. 12:00.
Verðandi 1. bekkingar fá boð frá sínum umsjónarkennurum en þeir koma til
viðtals ásamt foreldrum dagana 24.-25. ágúst.
Athugið að frístundaheimilið er lokað á skólasetningardegi.
Engin grein fannst.