Sími 441 4800

Fréttir og tilkynningar

Vináttudagur 8. nóvember - 7.11.2018

Á morgun, fimmtudaginn 8. nóvember verður Vináttugangan í öllum hverfum Kópavogs. Í Smárahverfinu eru Smáraskóli, félagsmiðstöðin Þeba, leikskólinn Lækur og leikskólinn Arnarsmári í samstarfi.

Nemendur okkar í 9. og 10.bekk fara í leikskólana Arnarsmára og Læk og fylgja leikskólanemendum í skipulagða dagskrá í Fífunni. Að dagskrá lokinni fylgja unglingarnir leikskólabörnunum til baka í leikskólann.

Allir í Smáraskóla mæta í Fífuna, þar ætlum við að syngja og dansa saman, hlusta á umfjöllun um vináttuna og mynda risastórt hjarta með hópnum.

Tilgangurinn með göngunni og vináttustundinni er að minna á hversu vináttan er dýrmæt - að allir geti verið vinir og góðir við aðra. Sömuleiðis er samveran liður í því að styrkja tengslin milli nemenda, starfsmanna og skólastiganna tveggja. Í tengslum við daginn hafa verið unnin margvísleg verkefni um vináttuna og gildi góðra samskipta.

Vetrarleyfi - 17.10.2018

Samkvæmt skóladagatali Smáraskóla er vetrarleyfi dagana 18. og 19. október.

Við vonum að allir eigi eftir að hafa það gott í leyfinu og hlökkum til að hitta ykkur aftur mánudaginn 22. október.

Viðmið um samskipti foreldra og kennara - 11.10.2018

Góð samskipti foreldra og kenna eru lykilatriði varðandi nám og velferð barna í grunnskóla. Mikilvægt er fyrir báða aðila að skýr viðmið séu um hvernig þeim samskiptum er háttað og upplýsingum miðlað milli aðila. Með nýjum persónuverndarlögum eru einnig auknar kröfur um ýmislegt er þetta varðar.

Í ljósi þessa höfum við í Smáraskóla ákveðið að setja fram viðmið um samskipti foreldra og kennara. Þau eru byggð á samsvarandi viðmiðum fyrir grunnskólana í Reykjavík frá árinu 2017 sem unnin voru í samráði skólayfirvalda, fulltrúa kennara og samtaka foreldra.

Viðmiðin hafa verið samþykkt af kennurum skólans og hafa einnig verið kynnt fyrir skólaráði ásamt því að hafa fengið umfjöllun og jákvæða umsögn í stjórn foreldrafélags skólans.

Umrædd viðmið fylgja hér með og verða vonandi til góðs í samskiptum okkar um nám og velferð barnanna.

Samræmdar viðmiðunarreglur frá Kópavogsbæ - 11.9.2018

Kópavogsbær hefur útbúið samræmdar viðmiðunarreglur fyrir grunnskóla Kópavogs varðandi viðbrögð við ófullnægjandi skólasókn nemenda. Reglurnar má finna á fljótlegan hátt á flýtivísum vefsíðunnar, undir "Forvarnir/áætlanir".

Vakin er athygli á því að reglurnar eru tvíþættar, annars vegar vegna óútskýrðra fjarvista og hins vegar vegna skráðra veikinda og leyfa. Það er mikilvægt að foreldrar kynni sér þessar reglur vel og fari yfir þær og ræði við sín börn.

Skólakynningar haustið 2018 - 6.9.2018

Skólakynningar verða í næstu viku hér í Smáraskóla. 
2. – 4. bekkur mánudaginn 10. september kl. 8:10 – 9:10
5. – 7. bekkur þriðjudaginn 11. september kl. 8:20 – 9:20
8. – 10. Bekkur miðvikudaginn 12. september kl. 8:20 – 9:20      

Fréttasafn


Atburðir framundan

Engin grein fannst.Þetta vefsvæði byggir á Eplica