Sími 441 4800

Fréttir og tilkynningar

Gleðilegt nýtt skólaár! - 12.8.2019

Nemendur í fyrsta bekk eru nú mættir í skólann til sumarfrístundar og fá þar gott tækifæri til að kynnast skólanum betur og hitta starfsmenn og samnemendur sína.

Kennarar úr öllum grunnskólum Kópavogs eru einnig í Smáraskóla þessa dagana á sí- og endurmenntunarnámskeiðum - þannig að það er líf og fjör í skólanum!

Skólasetning verður sem hér segir:

Fimmtudagur 22.ágúst:

Móttaka nýrra nemenda í alla árganga (nema 1.bekk)

Föstudagur 23.ágúst:

kl. 8:30, skólasetning hjá nemendum í 2.-4.bekk

kl. 9:30, skólasetning hjá nemendum í 5.-7.bekk

kl. 10:30, skólasetning hjá nemendum í 8.-10.bekk

Mánudagur 26.ágúst:

Kennsla hefst samkvæmt stundaskrám

Umsjónarkennarar í 1.bekk munu boða sína nemendur sérstaklega til fyrsta skólafundar :)

Við biðjum foreldra að uppfæra símanúmer og netföng í Mentor þannig að allir fái þær upplýsingar sem vera ber!

Skóladagatal 2019-2020 - 5.6.2019

Skóladagatal Smáraskóla skólaárið 2019-2020 er nú aðgengilegt á síðu skólans.

Sigur á skákmóti - 10.5.2019

FreyjaTólf stúlkur frá Smáraskóla tóku þátt í Meistaramóti Kópavogs í skólaskák föstudaginn 10. maí, ásamt mörgum öðrum stúlkum úr grunnskólum Kópavogs. Allar stóðu þær sig með sóma. Eftir harða baráttu sigraði Freyja Birkisdóttir í 7. bekk í Smáraskóla skákmótið með því að vinna átta af níu skákum sínum. Glæsilegur árangur hjá Freyju.

Fluguhnýtingar og stangveiði - 10.5.2019

VeidiferdNokkrir nemendur í unglingadeild hafa í vetur stundað valnámskeið í fluguhnýtingum og stangveiði. Þeir hafa lært að hnýta flugur og fræðst um ýmislegt sem tengist fluguveiði. Einnig hafa þeir lært réttu tökin með veiðistöngina og sótt kastnámskeið í íþróttasal og úti á opnum svæðum. Hápunktur þessa valnámskeiðs var svo nú á vordögum þegar hópurinn fór í dagslanga veiðiferð í Varmá í Hveragerði. Engar sögur fara af aflabrögðum en ljóst er að hópurinn skemmti sér vel og sýndi fagmannleg vinnubrögð. Kennari hópsins í þessari valgrein er Róbert Haraldsson.

Fréttasafn


Atburðir framundan

Engin grein fannst.Þetta vefsvæði byggir á Eplica