Sími 441 4800

Fréttir

Göngum í skólann - 20.9.2017

Göngum í skólann 1Í dag hófst átakið ,,Göngum í skólann" í Smáraskóla. Nemendur vöktu athygli á átakinu með því að ganga með blöðrur í skólann og festa þær framan á girðingu við skólann. Átakinu lýkur með Smáraskólahlaupinu sem fer fram 4.október. Að sjálfsögðu hvetjum við alla til að ganga/hjóla alltaf í skólann ekki bara á meðan á átakinu stendur.

Lesa meira

Haustfundir í Smáraskóla - 5.9.2017

Haustfundir verða í Smáraskóla sem hér segir:

      5. september 2. – 4. bekkur kl. 8:10 – 9:30.

      6. september 5. og 7.bekkur kl. 8.20-9.00

      7. september 8.-10.bekkur kl. 8.20-9.00

     12.september 6.bekkur kl. 8.20-9.00


Þann 12.september kl. 18.00-20.30 verður skólafærninámskeið fyrir foreldra nemenda í 1.bekk.

Hlökkum til að sjá ykkur öll 


Kennarar og skólastjórnendur Smáraskóla

Hádegismatur - 18.8.2017

Kópavogsbær hefur samið við Skólaask (ISS) um framreiðslu á hádegismat fyrir nemendur og starfsfólk. Maturinn er forunninn í höfuðstöðvum fyrirtækisins og kemur tilbúinn til eldunar í eldhúsi Smáraskóla. Starfsmaður ISS sér um allt er viðkemur meðhöndlun og afgreiðslu matarins og er foreldrum bent á að hafa samband við hann í gegnum skrifstofu skólans. Allar nánari upplýsingar um fyrirtækið og pantanir er að finna á heimasíðu þess https://skolaaskur.is

Skólasetning 2017 - 16.8.2017

Nemendur Smáraskóla mæta á skólasetningu þriðjudaginn 22. ágúst sem hér segir:

Nemendur í 2.-5. bekk mæta kl. 9:00 í sal skólans

Nemendur í 6.-10. bekk mæta kl. 10:00 í sal skólans.

Haft verður sambandi við foreldra nemenda 1. bekkjar og þeir boðaðir í einstaklingssamtöl 22. ágúst.

Í framhaldi af skólasetningu fara nemendur í stofur og ræða við umsjónarkennara en kennsla hefst samkvæmt stundaskrá miðvikudaginn 23. ágúst.

Öllum nýjum nemendum skólans (öðrum en nemendum 1. bekkjar) er boðið að koma í heimsókn mánudaginn 21. ágúst kl. 13:00 til að hitta umsjónarkennara og ganga um skólahúsnæði.

Starfsemi dægradvalar hefst miðvikudaginn 23. ágúst en sækja þarf um í íbúagátt Kópavogsbæjar fyrir 20.ágúst.