Sími 441 4800

Fréttir og tilkynningar

Skipulagsdagur í Smáraskóla mánudaginn 23. nóvember - 20.11.2015

Þann dag er engin kennsla í skólanum en dægradvölin er opin frá kl. 8:00 fyrir þau börn sem þar eru skráð.  Börnin þurfa að kom með morgun- og hádegisnesti en fá síðdegishressingu. 

Laufabrauðsdagurinn í Smáraskóla 14. nóvember - 12.11.2015

Nú er komið að föstum lið í jólaundibúningnum, hinum sívinsæla og ómissandi laufabrauðsdegi sem haldinn verður laugardaginn 14. nóvember kl. 11:00 - 14:00.   

Gengið gegn einelti 6. nóvember - 4.11.2015

Föstudaginn 6. nóvember verður dagskrá í öllum hverfum bæjarins í tilefni af eineltisdeginum.  Hópar nemenda í Smáraskóla sækja börn í leikskólana Læk og Arnarsmára og fylgja þeim í Smáraskóla. Þaðan er lagt af stað í Hlíðargarð þar sem dagskrá hefst kl. 10:00. Í Hlíðargarði koma jafnfram börn úr miðbæ (Kópavogsskóli og Kópahvoll) og þar verður sungið og dansað undir stjórn unglinga frá félagsmiðstöðvunum Þebu og Kjarnanum.

Jákvæð samskipti - fræðslufundur Foreldrafélags Smáraskóla - 15.10.2015

Foreldrafélagið býður upp á skemmtilegan og fræðandi fyrirlestur 15.október kl. 19.30 í Smáraskóla.

Páll Ólafsson félagsráðgjafi kemur til okkar og flytur fyrirlestur um jákvæð samskipti foreldra og barna, uppeldi barna, netnotkun og uppbyggingastefnuna- Uppeldi til ábyrgðar o.fl..
Páll er þekktur fyrir líflega og áhugaverða fyrirlestra og nálgast hann viðfangsefnið á einstaklega skemmtilegan hátt.

Léttar veitingar í boði foreldrafélagsins. 

Foreldra- og nemendaviðtöl mánudaginn 19. október - 15.10.2015

Foreldra- og nemendaviðtöl eru mánudaginn 19. október.  Til grundvallar matinu liggur m.a. frammistöðumat þar sem kennarar og nemendur meta frammistöðu og líðan þessar fyrstu vikur skólastarfsins.  Engin kennsla er þennan dag en nemendur mæta með foreldrum sínum í viðtölin. 
Dægradvölin er opin frá kl. 8:00 - 17:00 þennan dag fyrir þau börn sem þar eru skráð.  Þau koma með morgun- og hádegisnesti en fá síðdegishressingu.   

Fréttasafn


Atburðir framundan

Engin grein fannst.