Sími 441 4800

Fréttir og tilkynningar

Skipulagsdagur og foreldraviðtöl  - 4.10.2016


Föstudaginn 7.október er skipulagsdagur í öllum skólum bæjarins og því frí hjá nemendum, dægradvöl er lokuð þann dag.

Mánudaginn 10.október eru foreldra- og nemendaviðtöl en þá mæta nemendur með foreldrum sínum til viðtals við umsjónarkennara sinn. Dægradvöl er opin á þessum degi fyrir þau börn sem þar eru skráð.

Námskynningar haustið 2016 - 9.9.2016

Í næstu viku fara fram námskynningar í Smáraskóla. 

1. bekkur:  Þriðjudaginn 13. september kl. 18:00 - 20:30.  Kynningin  er í samstarfi við foreldrafélag skólans. 
2. - 4. bekkur:  Fimmtudaginn 15. september. kl. 8:10 - 9:30. 
5. bekkur:  Fimmtudaginn 15. september kl.  8:20 - 9:40
6. - 10. bekkur:  Miðvikudaginn 14. september kl. 8:20 - 9:40


Skólasetning 2016 - 15.8.2016

Smáraskóli verður settur mánudaginn 22. ágúst.  Við hlökkum mikið til að hitta ykkur aftur og vonum að þið hafið notið sumarsins. 

Nemendur í 2. - 5. bekk mæta kl. 9:00
Nemendur í 6. - 10. bekk mæta kl. 10:00. 

Nemendur í 1. bekk mæta í viðtöl til umjónarkennara ásamt foreldrum mánudaginn 22. ágúst.  Boðað er til þeirra símleiðis þar sem nánari tímasetning hvers og eins kemur fram. 

Kennsla hefst svo samkvæmt stundaskrá þriðjudaginn 23. ágúst hjá nemendum í 1. – 10. bekk. UNICEF-hreyfingin í Smáraskóla - 11.7.2016

Samtals söfnuðu nemendur Smáraskóla með þátttöku í UNICEF-hreyfingunni í byrjun júní síðastliðnum 167.264 krónum. Það er frábær árangur!
Fyrir þann pening getur UNICEF til dæmis:

  • Keypt 6.935 skammta af bóluefni gegn mænusótt

  • Keypt námsgögn fyrir 2.569 börn

  • Keypt 2.763 poka af jarðhnetumauki. Jarðhnetumaukið fá börn sem eru vannærð. Oftast þurfa þau ekki meira en 3 poka á dag í nokkrar vikur til að ná fullum bata.

  • Keypt 6 skóla í kassa. Skóli í kassa er stálkassi með öllum nauðsynlegum námsgögnum sem þarf fyrir eina kennslustofu.

  • Keypt 3 vatnsdælur sem geta skipt sköpum fyrir samfélög þar sem langt þarf að fara til að sækja vatn. Börn eru oft sett í slík verk og komast því ekki í skóla. Vatnsdælur geta því skipt miklu máli fyrir börn og nám þeirra.

 Eins og sjá má getur sá peningur sem krakkarnir okkar söfnuðu gert ansi mikið! Margt smátt gerir svo sannarlega eitt stórt!! 

Fréttasafn


Atburðir framundan

Vetrarleyfi 27.10.2016 - 28.10.2016

Vetrarleyfi í grunnskólum Kópavogs
27. og 28. október

 

Fleiri atburðir