Sími 441 4800

Fréttir og tilkynningar

Laufabrauðsdagur foreldrafélagsins 26. nóvember - 23.11.2016

Foreldrafélag Smáraskóla heldur hinn árlega laufabrauðsdag næstkomandi laugardag.
Við ætlum að hittast á milli 11 og 14 og skera út laufabrauð og steikja - jólatónlist mun hljóma á meðan og allir geta keypt sér veitingar hjá 7. bekk sem er með fjáröflun.
Hver og einn kemur með sitt deig. Deigið fæst frosið í næsta stórmarkaði og þarf heila nótt til að þiðna svo vel fari.
Óskað er eftir að steikingameistarar sendi foreldrafélaginu línu um að þeir geti staðið við pottana.
Laufabrauðshnífar fást t.d. í BYKO en svo er líka hægt að mæta með einfaldan hníf til að skreyta.
7. bekkur selur veitingar til að safna fyrir ferð á Reyki og Laugavegsgöngu.
Atburðurinn á Facebook: https://www.facebook.com/events/1682474152066841/

Pokémon lestrarátak í Smáraskóla - 16.11.2016

Í dag lauk Pokémon lestrarátakinu í Smáraskóla. Þetta var tveggja vikna átak í lestri í öllum bekkjum skólans og það virkaði þannig að fyrir hverjar 60-120 mínútur sem nemendur lásu fengu þau Pokébolta til að skreyta og hengja upp í miðrými í skólans. Átakinu lauk í dag með því að hver einasti nemandi og starfsmaður skólans kom í miðrýmið að lesa í að minnsta kosti fimm mínútur á milli kl. 8.30 og 12.00.

Vináttuganga gegn einelti - 16.11.2016

Nemendur í Smárahverfi í Kópavogi reyndu við Íslandsmet í hópknúsi á miðvikudaginn í síðustu viku í tilefni af Vináttugöngu í bænum.  Börnin gengu í Fífuna, mynduðu þar hjarta, tóku víkingaklapp og föðmuðust í tvær mínútur, dönsuðu og sungu saman.  Vináttuganga var nú haldin fjórða árið í röð í öllum hverfum Kópavogs í tilefni baráttudags gegn einelti, 8.nóvember og tóku um átta þúsund manns í viðburðinum. 

Skipulagsdagar í Smáraskóla 17. og 18. nóvember - 14.11.2016

Minnum á skipulagsdaga í Smáraskóla fimmtudaginn 17. nóvember og föstudaginn 18. nóvember.  Þá daga er engin kennsla í skólanum en Drekaheimar eru opnir fyrir þá nemendur sem þar eru skráðir frá kl. 8:00 - 17:00 báða dagana.

Áríðandi tikynning frá slökkviliðinu vegna veðurs á höfuðborgarsvæðinu - 11.11.2016

Tilkynning 2 er virk. Fylgja gæti þurft börnum 12 ára og yngri í skóla. Sjá nánar verklagsreglur (http://www.smaraskoli.is/skolinn/forvarnir--aaetlanir/)

The weather in the Reykjavík area this morning are not good and children under 12 years old may have difficulties walking to school and parents may need to follow them to school. Primary schools will stay open but their services may be disrupted.

Fréttasafn


Atburðir framundan

Engin grein fannst.