Sími 441 4800

Fréttir og tilkynningar

2. bekkur - garðyrkja - 22.5.2015

2. bekkur hefur fengið úthlutað garðlandi frá Kópavogsbæ. Þau voru mætt í morgun til að setja niður kartöflur og sá fyrir rófum, grænkáli og gulrófum. Eftirfarandi myndir voru teknar við það tækifæri.
2. bekkur - garðyrkja2. bekkur - garðyrkja
2. bekkur - garðyrkja2. bekkur - garðyrkja

Foreldraverðlaun Heimilis og skóla - 21.5.2015

Foreldraverðlaun Heimilis og skóla – landssamtaka foreldra voru afhent í 20. sinn í gær við hátíðlega athöfn í Safnahúsinu við Hverfisgötu.  Foreldrafélag Smáraskóla fékk verðskuldaða tilnefningu. Við óskum þeim til hamingju með tilnefninguna sem segir okkur að þeirra góða starf er vel metið og eftir því tekið.

Foreldrafélag Smáraskóla | Öflugt foreldrastarf í Smáraskóla 
Foreldrafélag Smáraskóla hefur staðið fyrir öflugu starfi undanfarinn vetur með því að stuðla að því að foreldrar hafi meiri samskipti sín á milli m.a. með því að stofna samskiptasíður í öllum bekkjum og virkja bekkjarfulltrúa. Einnig hefur verið boðið upp á fræðslu fyrir foreldra, hrist upp í foreldrasamfélaginu og fólk vakið til umhugsunar um mikilvægi þess að taka þátt í starfi skólans. Foreldrafélagið tók einnig þátt í innleiðingu vinaliðaverkefnisins í skólanum með fjárframlagi.

Þakkardagur vinaliða - 19.5.2015

Þakkardagur vinaliða fór fram í dag. Við héldum í stutt ferðalag í Nauthólsvík þar sem veðrið lék svo sannarlega við okkur. Við dönsuðum lékum okkur í sólinni og einhverjir skelltu sér í sjóinn og svo fengu allir grillaðar pylsur og ís.

Þakkardagur vinaliða SmáraskólaÞakkardagur vinaliða SmáraskólaÞakkardagur vinaliða SmáraskólaÞakkardagur vinaliða Smáraskóla

Fjölmenningarhátíð - 15.5.2015

Fögnum fjölmenningu og fjölbreytileika!
Við ætlum að halda Fjölmenningarhátíð í annað sinn í Smáraskóla á morgun laugardaginn 15. maí. Hátíðin heppnaðist með eindæmum vel í fyrra og var ótrúlega gaman að sjá hvað skólasamfélagið er samheldið, sterkt og margbreytilegt! Listir, matur, handverk, dans og söngur mun fylla skólann af gleði og hlýju. Götumarkaðsstemming á efri hæðum eða fyrir utan skólann, allt eftir veðri. Skólahljómsveit Kópavogs mun opna hátíðina og spila fyrir okkur nokkur lög. Allir hjartanlega velkomnir og foreldrar barna af erlendum uppruna eða með tengingu við önnur lönd sérstaklega hvött til að koma og kynna sína menningu!

Herlegheitin byrja kl. 11.00 og lýkur um kl. 13.00Fjölmenningarhátíð

Skipulagsdagur - 14.5.2015

 Á föstudaginn er skipulagsdagur hjá grunnskólum Kópavogs.

Enginn kennsla verður því á föstudaginn en við minnum á að dægradvöl er auðvitað opin fyrir þau börn sem þar eru skráð.

Fréttasafn


Atburðir framundan

Engin grein fannst.