Sími 441 4800

Fréttir og tilkynningar

Jólasamstund 1. - 4. bekkja - 17.12.2014

Yndislega falleg og vel heppnuð jólasamstund var haldin með nemendum í 1. - 4. bekk. Fleiri myndir á fésbókarsíðunni okkarjólasamstund yngsta stigs.

Vegna óveðurs - 16.12.2014

Foreldrar barna í Smáraskóla.
Vegna óveðurs sem nú geisar á höfuðborgarsvæðinu hefur verklag um röskum á skólastarfi verið virkjað varðandi skólalok. Foreldrar og forráðamenn eru beðnir um að tryggja að börn sín verði sótt í skólana, þannig að þau séu ekki ein á ferðinni í óveðrinu.
Foreldrar elstu barna meta hvort þau fari heim án fylgdar.
Skólastjórnendur.

Óveður - 16.12.2014

Vegna óveðurs sem nú geisar á höfuðborgarsvæðinu hefur verklag um röskum á skólastarfi verið virkjað varðandi skólalok. Foreldrar og forráðamenn eru beðnir um að tryggja að börn sín verði sótt í skólann, þannig að þau séu ekki ein á ferðinni í óveðrinu.
Foreldrar elstu barna meta hvort þau fari heim án fylgdar.
Skólastjórnendur.

Jólasamstund miðstigs - 16.12.2014

Jólasamstund miðstigs var haldin með pompi og prakt í morgun.  Allir bekkir komu fram með leikrit, söng eða hljóðfæraleik. Við erum alltaf jafn stolt af þessum hæfileikaríku nemendum sem eru í Smáraskóla. Fleiri myndir má sjá á facebooksíðu skólans.jolasamstund

Alþjóðleg forritunarvika í Smáraskóla - 11.12.2014

Þessa viku hefur Smáraskóli tekið þátt í alþjóðlega viðburðinum ,,Hour Of Code“ sem hefur það að markmiði að hvetja börn og unglinga til dáða í tölvunarfræðum og auka áhuga og innsýn inn í heim forritunar.  Foreldrar ásamt tölvuumsjónarmanni skólans hafa komið að þessari vinnu og farið inn í 1. - 8. bekk og leiðbeint nemendum. 

Hour of code alþjóðelgt forritunar átak

Fréttasafn


Atburðir framundan

Engin grein fannst.