Sími 441 4800

Fréttir og tilkynningar

Risafjöltefli - 30.1.2015

Risafjöltefli í SmáraskólaRisafjöltefli í Smáraskóla

Risafjölteflið er nú í fullum gangi eins og sjá má á meðfylgjandi myndum.

Risafjöltefli í Smáraskóla í tilefni af skákdeginum - 29.1.2015

Föstudaginn 30. janúar verður efnt til risafjölteflis í Smáraskóla í tilefni af skákdeginum. Tveir öflugir skákmenn úr 9. bekk munu þá etja kappi við alla nemendur skólans milli kl. 8:30 og 11:00. Foreldrar og aðrir velunnarar skólans eru velkomnir og gætu jafnvel fengið að grípa í eina skák ef svo ber undir.

GLEÐILEGT NÝTT ÁR - 2.1.2015

Starfsfólk Smáraskóla óskar ykkur öllum gleðilegs nýs árs og við hlökkum til ársins 2015.  Skóli hefst aftur mánudaginn 5. janúar samkvæmt stundaskrá.

Jólasamstund 1. - 4. bekkja - 17.12.2014

Yndislega falleg og vel heppnuð jólasamstund var haldin með nemendum í 1. - 4. bekk. Fleiri myndir á fésbókarsíðunni okkarjólasamstund yngsta stigs.

Vegna óveðurs - 16.12.2014

Foreldrar barna í Smáraskóla.
Vegna óveðurs sem nú geisar á höfuðborgarsvæðinu hefur verklag um röskum á skólastarfi verið virkjað varðandi skólalok. Foreldrar og forráðamenn eru beðnir um að tryggja að börn sín verði sótt í skólana, þannig að þau séu ekki ein á ferðinni í óveðrinu.
Foreldrar elstu barna meta hvort þau fari heim án fylgdar.
Skólastjórnendur.

Fréttasafn


Atburðir framundan

Dagur leikskólans 6.2.2015

 

Fleiri atburðir