Sími 441 4800

Fréttir og tilkynningar

Innkaupalistar fyrir skólaárið 2015 - 2016 - 18.6.2015

Skólalok - 9.6.2015

Nú fer að líða að skólalokum en hér koma upplýsingar um síðustu tvo dagana á þessum skólavetri.

Þriðjudaginn 9. júní er skertur dagur skv. skóladagatali.  Nemendur mæta skv. stundatöflu um morguninn.Skipulagðir leikir og skemmtilegheit verða milli kl. 08:30 og 11:30 í boði nemenda í 7. bekk. Allir nemendur frá grillaðar pylsur lýkur skóla því kl. 11:45/12:00 þennan dag. Dægradvölin er opin fyrir þá sem þar eru skráðir.Um kvöldið verður útskrift nemenda í 10. bekk klukkan 17.00.
Miðvikudaginn 10. júní eru skólaslit. Skólaslit hjá 1. - 4. bekk eru kl. 09:00 og skólaslit hjá 5. - 9. bekk verða kl. 10:00.
Dægradvölin verður opin þennan dag.

Könnun á vegum Comeníusarteymis Smáraskóla - 9.6.2015

Kæru foreldrar og forráðamenn.

Okkur þætti vænt um að þið tækið þátt í þessari stuttu könnun um Comeníusarverkefnið okkar, Music is the beating heart of culture. Hún er mikilvægur liður í að meta verkefnið.

Hér fyrir neðan er tengill á könnunina.

http://www.surveygizmo.com/s3/2164721/Music-is-the-beating-heart-of-culture-2013-2015 

Bestu kveðjur
Comeníusarteymi Smáraskóla. 

2. bekkur - garðyrkja - 22.5.2015

2. bekkur hefur fengið úthlutað garðlandi frá Kópavogsbæ. Þau voru mætt í morgun til að setja niður kartöflur og sá fyrir rófum, grænkáli og gulrófum. Eftirfarandi myndir voru teknar við það tækifæri.

2. bekkur - garðyrkja2. bekkur - garðyrkja
2. bekkur - garðyrkja2. bekkur - garðyrkja

Foreldraverðlaun Heimilis og skóla - 21.5.2015

Foreldraverðlaun Heimilis og skóla – landssamtaka foreldra voru afhent í 20. sinn í gær við hátíðlega athöfn í Safnahúsinu við Hverfisgötu.  Foreldrafélag Smáraskóla fékk verðskuldaða tilnefningu. Við óskum þeim til hamingju með tilnefninguna sem segir okkur að þeirra góða starf er vel metið og eftir því tekið.

Foreldrafélag Smáraskóla | Öflugt foreldrastarf í Smáraskóla 
Foreldrafélag Smáraskóla hefur staðið fyrir öflugu starfi undanfarinn vetur með því að stuðla að því að foreldrar hafi meiri samskipti sín á milli m.a. með því að stofna samskiptasíður í öllum bekkjum og virkja bekkjarfulltrúa. Einnig hefur verið boðið upp á fræðslu fyrir foreldra, hrist upp í foreldrasamfélaginu og fólk vakið til umhugsunar um mikilvægi þess að taka þátt í starfi skólans. Foreldrafélagið tók einnig þátt í innleiðingu vinaliðaverkefnisins í skólanum með fjárframlagi.

Fréttasafn


Atburðir framundan

Engin grein fannst.