Sími 441 4800

Fréttir og tilkynningar

Tilkynning frá slökkviliði höfuðborgarsvæðisins vegna veðurs - 9.1.2018

Slæmt veður gengur nú yfir höfuðborgarsvæðið.  Foreldrar kynni sér verklagsreglur er birtar eru á heimasiðu skólans.  Sjá nánar hér http://www.smaraskoli.is/media/grunnskjol/roskun-a-skolastarfi-foreldrar.pdf

Foleldrar eru hvattir til að fylgja yngstu nemendunum (12 ára og yngri ) í skólann.  

English below.
Hvassviðri gengur nú yfir höfuðborgarsvæðið og hefur Veðurstofa Íslands varað við veðri og er appelsínugul viðvörun í gangi.

Vegna þessa höfum við virkjað tilkynningu 2. og hvetjum foreldra og forráðamenn barna að fylgja þeim til skóla.

Tilkynning 2, Að morgni dags:

Veður getur seinkað ferðum nemenda til skóla. Skólar eru opnir, en mikilvægt er að foreldrar gæti þess að yngri börn fari ekki ein í skóla, þetta á sérstaklega við í efribyggðum og þar sem börn þurfa að fara yfir opin svæði á leið sinni í skóla.

Með yngri börn er hér átt við 12 ára og yngra.

English

Announcement 2. In the morning because of bad weather.

Due to weather conditions, disruptions in school services may be expected today. Schools are open but parents and guardians are asked to escort children younger than 12 years to school. This especially concerns children living in upper areas that need to cross open spaces on their way to school.
Gleðileg jól og farsælt komandi ár - 21.12.2017

Starfsfólk Smáraskóla óskar ykkur öllum gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári. Þökkum samstarfið á árinu sem er að líða.
Skólastarf hefst aftur samkvæmt stundaskrá fimmtudaginn 4.janúar 2018.x

Útivistartími barna og unglinga - 13.12.2017


Jólaopnun í dægradvöl 2017 - 29.11.2017

Ágætu foreldrar,

Jólin 2016 var í fyrsta skipti boðið upp á jólaopnun í dægradvölum Kópavogs. Reynslan var sú að dagarnir fram að jólum voru ágætlega nýttir en dagarnir milli jóla og nýárs voru afar illa nýttir og mættu aðeins örfá börn í hverja dægradvöl.

Til að bregðast við þessu var ákveðið að breyta fyrirkomulagi þjónustunnar. Í ár verður boðið upp á opnun 21. og 22. desember í hverri dægradvöl fyrir sig. Dagana milli jóla og nýárs og 2. janúar 2018 verður hins vegar opið fyrir öll börn í tveimur dægradvölum í Kópavogi; í Álfhóli, Álfhólsskóla fyrir nemendur úr neðri byggðum (Álfhólsskóla, Kársnesskóla, Kópavogsskóla, Smáraskóla og Snælandsskóla) og í Hörðuheimum, Hörðuvallaskóla fyrir nemendur í efri byggðum (Lindaskóla, Salaskóla, Hörðuvallaskóla og Vatnsendaskóla).

Sett verður upp sérstök dagskrá fyrir starfið þessa opnunardaga sem verður sniðin að þeim hópi sem þiggja mun þjónustuna á hvorum stað fyrir sig. Dagskráin verður send til foreldra bráðlega.

Þess verður jafnframt gætt að starfsmaður frá hverri dægradvöl verði starfandi í jólaopnun svo öll börn hafi starfsmann frá sinni dægradvöl.

 

Opið verður frá 8:00 – 16:00 á eftirtöldum dögum:
Fimmtudagur 21. des í dægradvöl skólans

Föstudagur 22. des í dægradvöl skólans

Miðvikudagur 27. des í Álfhól og Hörðuheimum 

Fimmtudagur 28. des í Álfhól og Hörðuheimum

Föstudagur 29. des. í Álfhól og Hörðuheimum

Þriðjudagur 2. jan. í Álfhól og Hörðuheimum

 

Þessa daga þarf að skrá sérstaklega í íbúagátt Kópavogsbæjar og verður innheimt sérstaklega eitt fast gjald fyrir hvern valinn dag, óháð dvalarstundafjölda. Gjald fyrir hvern dvalardag er 1.925 kr. og verður rukkað samkvæmt skráningu.

Börnin þurfa að koma með nesti fyrir morgunhressingu, hádegismat og síðdegishressingu þessa daga.

 

Athugið að þátttaka í hvora jólaopnun fyrir sig miðast við 15 börn að lágmarki hvern dag. Náist ekki sá fjöldi sjáum við okkur því miður knúin til að hætta við opnun. Ef til þess kemur verður það tilkynnt þegar skráning liggur fyrir.

Skráning fer fram hér: https://ibuagatt.kopavogur.is/login.aspx?ReturnUrl=%2f

Skráningu lýkur föstudaginn 1. desember 2017

  

Kær kveðja,
Maríanna Guðbergsdóttir
Forstöðukona Drekaheima

Dagur Íslenskrar tungu - 16.11.2017

Dagur Íslenskrar tunguÍ dag 16.nóvember er Dagur Íslenskrar tungu. Af því tilefni hittust nemendur í 4., 6. og 7. bekk í sal skólans við hátíðlega athöfn þar sem Litla- og Stóra upplestrarkeppnirnar voru settar. Undanfarin ár höfum við tekið þátt í Stóru upplestrarkeppninni en í vetur erum við að taka í fyrsta skipti þátt í Litlu upplestrarkeppninni en hún er ætluð fyrir nemendur í 4.bekk, en markmið hennar er að nemendur keppist við að verða betri í lestri, munnlegri tjáningu og framkomu. Sigurvegarar okkar í Stóru upplestrarkeppninni í fyrra þau Björgvin Ingi Ólafsson og Saga Guðlaugsdóttir lásu ljóð, Iðunn María Hrafnkelsdóttir spilaði á hljóðfæri og stúlkur úr 7. bekk enduðu svo athöfnina á dansatriði.

Fréttasafn


Atburðir framundan

Engin grein fannst.