Sími 441 4800

Fréttir og tilkynningar

Skóli hefst að nýju miðvikudaginn 4. janúar 2017 - 30.12.2016

Um leið og við óskum ykkur gleðilegs nýs árs og þökkum það liðna þá minnum

við á að kennsla hefst afur að afloknu jólafríi miðvikudaginn 4. janúar s.kv. stundaskrá.

Gleðileg jól og farsælt komandi ár!  - 23.12.2016Einlægar óskir okkar um gleðileg jól og gifturíkt komandi ár. Hjartans þakkir fyrir gott og gjöfult samstarf á árinu sem er að líða.


Stjórnendur og starfsfólk Smáraskóla.

Jólaböll nemenda í Smáraskóla  - 19.12.2016

Jólatrésskemmtanir verða sem hér segir:


Jólaball unglingastigs mánudaginn 19. desember kl. 20:00 - 23:00  (8. - 10. bekkur)


Þriðjudaginn 20. desember:

Kl. 09:00 – 10:00       Jólatrésskemmtun -  1., 2. og 3. bekkur

Helgileikur á sal kl. 09:00 – 09:20

Dansað í kringum jólatré frá 09:20 – 10:00

Nemendur úr 7. bekk aðstoða á skemmtuninni.

Dægradvölin opin frá 08:00 – 17:00

 

Kl. 10:00 – 11:00       Jólatrésskemmtun -  4., 5. og 6. bekkur
Helgileikur á sal kl. 10:00 – 10:20

Dansað í kringum jólatré frá 10:20 – 11:00

Nemendur úr 7. bekk aðstoða á skemmtuninni.


Dagskrá á fullveldisdegi - 5.12.2016

Þann 1. desember síðastliðinn var dagskrá í tilefni fullveldisdagsins.  Dagana á undan höfðu nemendur Smáraskóla verið að vinna með fullveldisþema þar sem hver árgangur fékk ákveðinn þátt til að vinna með. Til dæmis voru 1.bekkirnir að vinna með sögu íslenska fánans, 2.bekkirnir með alþingi Íslendinga, 4.bekkir forseta lýðveldisins o.s.frv. Afrakstur þessarar vinnu var sýndur á opnu húsi þar sem gestum og gangandi var boðið að koma í heimsókn. Nemendur í 10.bekk voru með kaffisölu á opna húsinu en allur ágóði af kaffisölunni verður notaður til að fjármagna útskriftarferð þeirra í vor. Við þökkum öllum þeim sem gáfu sér tíma til að koma og skoða afrakstur þemavinnunnar kærlega fyrir komuna.  Fleiri myndir frá opna húsinu má nálgast á fésbókarsíðu skólans á slóðinni:   https://www.facebook.com/Smaraskoli/posts/1973478522879072     


Laufabrauðsdagur foreldrafélagsins 26. nóvember - 23.11.2016

Foreldrafélag Smáraskóla heldur hinn árlega laufabrauðsdag næstkomandi laugardag.
Við ætlum að hittast á milli 11 og 14 og skera út laufabrauð og steikja - jólatónlist mun hljóma á meðan og allir geta keypt sér veitingar hjá 7. bekk sem er með fjáröflun.
Hver og einn kemur með sitt deig. Deigið fæst frosið í næsta stórmarkaði og þarf heila nótt til að þiðna svo vel fari.
Óskað er eftir að steikingameistarar sendi foreldrafélaginu línu um að þeir geti staðið við pottana.
Laufabrauðshnífar fást t.d. í BYKO en svo er líka hægt að mæta með einfaldan hníf til að skreyta.
7. bekkur selur veitingar til að safna fyrir ferð á Reyki og Laugavegsgöngu.
Atburðurinn á Facebook: https://www.facebook.com/events/1682474152066841/

Fréttasafn


Atburðir framundan

Engin grein fannst.