Sími 441 4800

Fréttir og tilkynningar

Kjördæmismót Reykjanes í skólaskák - 11.4.2016

Kjördæmismót Reykjanes í skólaskák árið 2016 fór fram í Glersalnum í stúkunni við Kópavogsvöll föstudaginn 8. apríl. Fyrir hádegi keppti eldri flokkurinn 8.-10. bekkur og 1.-7. bekkur eftir hádegið. Við í Smáraskóla erum stolt af því að geta sagt frá því að 1. og 3. sæti tóku strákarnir okkar, meistarar skákborðsins, Bárður og Björn Birkissynir.

Úrslit:

1.Bárður Örn Birkisson Smárskóla 5,5 vinninga

2. Davíð Kolka Álfhólsskóla 5 vinninga

3. Björn Hólm Birkisson 4,5 vinninga

 

Í yngri flokki kepptu fyrir hönd Smáraskóla: Freyja Birkisdóttir 4-GK, Steinþór Örn Gíslason 6-ALÞ, Reynir Thelmuson 6-ALÞ, Björgvin I. Ólafsson 6-KSÞ og  Jóhannes Kári Sigurjónsson 6-ALÞ.

Freyja náði þar bestum árangri 4. sæti með 5 vinninga af 7 mögulegum.


Íslandsmót barnaskólasveita fór fram um helgina í Rimaskóla - 11.4.2016

Íslandsmót barnaskólasveita 1.-7.bekkir í skák var haldið í Rimaskóla um helgina. Alls mættu rúmlega 30 skáksveitir til leiks frá um 20 skólum alls um 150 krakkar á aldrinum 6 - 12 ára.

Sveit Smáraskóla blandaði sér ekki í toppbaráttuna en Steinþór Örn Gíslason 6-ALÞ sýndi þar snilldartakta og vann 8 skákir af 9 mögulegum og fékk því borðaverlaun á 2. borði (Steinþór Örn er sá í Blikabúningnum á myndinni).  Gleðilega páska!  - 23.3.2016

Starfsfólk Smáraskóla óskar nemendum og fjölskyldum þeirra gleðilegra páska! 


Kennsla hefst aftur samkvæmt stundaskrá þriðjudaginn 29. mars. 


Páskabingó foreldrafélags Smáraskóla - 16.3.2016

 Hið árlega og vinsæla páskabingó foreldrafélagsins fer fram hér í skólanum laugardaginn 19. mars kl. 11:00 - 13:00.  Veglegir vinningar og kaffisala í umsjón nemenda í 10. bekk. 

Innritun í grunnskóla Kópavogs fyrir skólaárið 2016 – 2017 - 21.2.2016

Innritun 6 ára barna (fædd 2010) fer nú alfarið fram í gegnum íbúagátt á vef bæjarins https://ibuagatt.kopavogur.is 

Opnað verður fyrir skráningu 1.mars 2016 og stendur hún til 8.mars.

Sömu daga fer fram innritun nemenda sem flytjast milli skólahverfa og þeirra sem flytja í Kópavog eða koma úr einkaskólum.

Nánari upplýsingar um skólabyrjun munu birtast á heimasíðum skólanna.

Fréttasafn


Atburðir framundan

Engin grein fannst.