Sími 441 4800

Fréttir og tilkynningar

Upplýsingafundur um móttöku flóttamanna   - 1.2.2016

Þriðjudaginn 2. febrúar kl. 16.30 bjóðum við þeim foreldrum sem hafa áhuga á að kynna sér frekar móttökuverkefnið og flóttafólkið okkar upp á upplýsingafund.  
Á fundinum munum við kynna aðkomu Rauða krossins að verkefninu, heyra aðeins frá Amal Tamimi um þennan menningarheim sem þau koma úr og vonandi kemst Margrét verkefnastjóri frá Velferðarsviði Kópavogs líka til okkar á fundinn til að segja frá þeirra aðkomu að verkefninu.  

Sérstaklega erum við að hugsa til foreldra barna í 1. og 3. bekk sem koma til með að vera í bekkjum, tímum og lotum með Sýrlendingunum okkar.  
Ekki er um neina skyldumætingu að ræða og fundurinn einungis hugsaður til að miðla upplýsingum til þeirra foreldra sem áhuga hafa :)  

Gert er ráð fyrir að fundurinn taki um það bil klukkustund.

Fundarstjóri er Björg Baldursdóttir  verkefnastjóri á Menntasviði Kópavogs.  

Foreldra- og nemendaviðtöl  - 1.2.2016

Þriðjudaginn 2. febrúar eru foreldra- og nemendaviðtöl hér í Smáraskóla. Nemendur koma með foreldrum sínum í viðtal hjá umsjónarkennurum. Engin kennsla er þennan dag en Drekaheimar (dægradvölin) er opin frá kl. 8:00 - 17:00 fyrir þau börn sem þar eru skráð. Minnum á morgun- og hádegis nesti en þau fá síðdegishressingu eins og jafnan.

Gleðileg jól :)  - 23.12.2015

                                                                                     


     Við óskum ykkur gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári!Mánudaginn 4. janúar er skipulagsdagur í Smáraskóla.  Þann dag er engin kennsla en dægradvöl er opin frá kl. 8:00 fyrir þá nemendur sem þar eru skráðir. 


Kennsla hefst svo samkvæmt stundaskrá þriðjudaginn 5. janúar 2016.


Gleðileg jól!   

Opið hús föstudaginn 11. desember - 10.12.2015

Hér í skólanum hefur verið skemmtileg hefð fyrir þematengdri vinnu í tengslum við fullveldishátíð Íslendinga 1. des og höfum við ætíð boðið foreldrum í skólann í tengslum við þá vinnu.  

Að þessu sinni verður opið hús í Smáraskóla föstudaginn 11. desember frá kl. 08:20 – kl. 09:30.

Gestum er  boðið að ganga um skólann, skoða verk nemenda sem hafa verið unnin í tengslum við fullveldishátíðina, einnig eru til sýnis verk sem unnin hafa verið frá skólabyrjun og verk frá þemadögum sem helgaðir voru „umhverfismálum“ 

Við verðum með tónlistaratriði, tilkynnum verðlaunahafa í „Göngum í skólann“ og  vinningslið Fjölgreindarleikanna.

Skólahald 8. desember 2015 - 7.12.2015

Veður gæti raskað skólastarfi í fyrramálið, þann 8. desember.  Stefnt er að því að halda grunnskólum opnum.  Fylgist með tilkynningum í fjölmiðlum.   

Fréttasafn


Atburðir framundan

Engin grein fannst.