Sími 441 4800

Fréttir og tilkynningar

Smáraskóli í 3. sæti í Lífshlaupinu - 27.2.2015

Landsmenn eru hvattir til þess að huga að sinni daglegri hreyfingu og auka hana eins og kostur er.  Í ráðleggingum Embætti landlæknis um hreyfingu er börnum og unglingum ráðlagt að hreyfa sig í minnst 60 mínútur á dag og fullorðnum í minnst 30 mínútur á dag.

Smáraskóli tók þátt í þessu verkefni og skráðu kennarar hreyfingu nemenda í tvær vikur í febrúar og í dag tókum við á móti viðurkenningu fyrir 3. sæti  í okkar flokki frá Íþrótta og Ólympíusambandi Íslands.Lífshlaupið

Opin hús í framhaldsskólum - 27.2.2015

Framhaldsskólar bjóða 10. bekkingum á opin hús til að kynna sér skólana nú á vorönn. Yfirlit yfir dagsetningar opnu húsanna má nálgast hér:  opin-hus---Innritun-i-framhaldsskola-vor-2015

Skráning 6 ára barna - 25.2.2015

Dagana 2. og 3. mars 2015 fer fram innritun 6 ára barna í grunnskóla Kópavogs. 

Hér má nálgast eyðublaðið  smaraskoli_innritun  fyrir Smáraskóla.

Stóra upplestrarkeppnin - 25.2.2015

Í morgun fór fram hin árlega upplestrarkeppni í 7. bekk og voru valdir fulltrúar Smáraskóla sem munu taka þátt í lokakeppni Kópavogsbæjar sem fer fram í Salnum þann 10. mars næstkomandi.

Fulltrúar Smáraskóla verða þau Gunnar Heimir Ólafsson og Sofia Sóley Jónasdóttir en varamaður er Katla Björg Sigurjónsdóttir.

Vetrarleyfi 23.-24. febrúar - 20.2.2015

Smáraskóli og Dægradvöl verða lokuð mánudaginn 23. og þriðjudaginn 24. febrúar. Kennsla hefst aftur samkvæmt stundaskrá á miðvikudag.

Fréttasafn


Atburðir framundan

Engin grein fannst.