Sími 441 4800

Fréttir og tilkynningar

Blár dagur - 9.4.2015

Við í Smáraskóla ætlum að hafa bláan dag föstudaginn 10. apríl, í tilefni af alþjóðlegum degi einhverfunnar. Alþjóðlegur dagur einhverfunnar er haldinn um allan heim þann 2. apríl ár hvert og er fólk um allan heim hvatt til að klæðast bláum fötum þennan ágæta dag til dagur einhverfuað vekja athygli á málefninu.

Þar sem 2. apríl bar upp á skírdag í ár verður blái dagurinn haldinn þann föstudaginn 10. apríl hér í Smáraskóla.

Hvetjum við alla, bæði starfsfólk og nemendur til að mæta í bláu á morgun.

www.einhverfa.is


Nemendur Smáraskóla koma sérlega vel út úr samræmdum könnunarprófum 2014 - 20.3.2015

Í nýútkominni skýrslu Námsmatsstofnunnar fyrir 2014 kemur fram að nemendur Smáraskóla komu gríðarlega vel út í samanburði við aðra skóla á landinu að meðaltali í samræmdum könnunarprófum.

samræmd prófÍ 7. bekk stóðu nemendur okkar sig langbest af öllum skólum í Kópavogi bæði í íslensku og stærðfræði – það er ekkert smáræði. Í fjórða bekk urðum við líka í fyrsta sæti í stærðfræði í Kópavogi og trónum í öðru sæti í íslensku – einstakir snillingar þar á ferð. 

10. bekkurinn okkar kom einnig sérstaklega vel út og í ensku voru okkar nemendur með hæsta meðaltalið í Kópavogi.  Af níu grunnskólum Kópavogs voru okkar nemendur með næsthæsta meðaltalið í íslensku í 10. bekk og í þriðja sæti í stærðfræði. 

Til hamingju Smáraskóli!

 

Útdráttur

Sólmyrkvi á morgun - 19.3.2015
Útlit er fyrir gott veður í fyrramálið þegar sólin mun myrkvast á austurhimninum. Þetta verður ógleymanlegt sjónarspil og í Smáraskóla ætlum við að leyfa öllum nemendum að njóta upplifunarinnar. Við munum koma okkur fyrir í áhorfendastúkunni við Kópavogsvöll upp úr klukkan níu í fyrramálið. Nemendur fá afhent sérstök sólmyrkvagleraugu í byrjun dags. Nánari upplýsingar verða sendar foreldrum í tölvupósti.

Heilsudagar í Smárskóla - 17.3.2015

Samkvæmt skóladagatali Smáraskóla þá verða svokallaðir ,,Heilsudagar" hér í skólanum á morgun,miðvikudaginn 18. mars og fimmtudaginn 19. mars. Við komum til með að einbeita okkur að andlegri, líkamlegri og félagslegri heilsu þessa daga.  Nemendur koma til með að vinna að alls kyns verkefnum, fá fyrirlestra, fara í ratleiki, kynna sér íþróttagreinar sem þau hafa kannski ekki kynnst áður og margt margt fleira.  

HeilsudagarVið gefum netöryggismálum og netnotkun barna sérstaka athygli þetta árið og miðum við að fræðsla fari fram í hverjum árgangi á öllum stigum.

Fréttasafn


Atburðir framundan

Engin grein fannst.