Sími 441 4800

Fréttir og tilkynningar

Skólaslit og útskriftarhátíð vorið 2016 - 25.5.2016

Skólaslit Smáraskóla verða miðvikudaginn 8. júní.  Nemendur í 1. - 5. bekk mæta kl. 9:00 og nemendur í 6. - 9. bekk kl. 10:00.

Nemendur í 10. bekk verða útskrifaðir frá skólanum við hátíðlega athöfn þriðjudaginn 7. júní kl. 17:00. 

Aðalfundur Foreldrafélags Smáraskóla verður haldinn í skólanum miðvikudaginn 25.maí kl. 17.15. - 18.5.2016

Í framhaldi af fundinum býður Foreldrafélagið og Smáraskóli foreldrum og forráðamönnum uppá námskeið/fyrirlestur sem fjallar um kvíða barna og unglinga. Á fyrirlestrinum er fjallað um eðli og einkenni kvíða, helstu kvíðaraskanir og æskileg viðbrögð við kvíða barna og unglinga. Fyrirlesari er Berglind Brynjólfsdóttir sálfræðingur en hún hefur haldið námskeið um kvíða barna hjá endurmenntun Háskóla Íslands við góðan orðstír bæði fyrir foreldra sem eru að fást við kvíða barna sinna sem og þeirra sem ekki hafa upplifað slíkt. Við hvetjum alla til að taka frá tíma og láta sér þetta þarfa málefni varða. 

Við viljum við hvetja foreldra til að sækja aðalfund félagsins. Einhverjir stjórnarmenn ætla að láta af störfum eftir nokkurra ára ánægjulega stjórnarsetu og væri gaman að fá fleiri áhugasama foreldra í stjórnina. Stjórnin er skipuð 5 aðilum og 2 til vara. Starfið er gefandi og skemmtilegt og eflir tengingar við aðra foreldra, skólann og hverfið (vinnuálag er ekki mikið ).

Hlökkum til að sjá sem flesta -  vonandi fullan sal af áhugasömum foreldrum!

Kveðja,

Stjórn Foreldrafélgs Smáraskóla

 

Kjördæmismót Reykjanes í skólaskák - 11.4.2016

Kjördæmismót Reykjanes í skólaskák árið 2016 fór fram í Glersalnum í stúkunni við Kópavogsvöll föstudaginn 8. apríl. Fyrir hádegi keppti eldri flokkurinn 8.-10. bekkur og 1.-7. bekkur eftir hádegið. Við í Smáraskóla erum stolt af því að geta sagt frá því að 1. og 3. sæti tóku strákarnir okkar, meistarar skákborðsins, Bárður og Björn Birkissynir.

Úrslit:

1.Bárður Örn Birkisson Smárskóla 5,5 vinninga

2. Davíð Kolka Álfhólsskóla 5 vinninga

3. Björn Hólm Birkisson 4,5 vinninga

 

Í yngri flokki kepptu fyrir hönd Smáraskóla: Freyja Birkisdóttir 4-GK, Steinþór Örn Gíslason 6-ALÞ, Reynir Thelmuson 6-ALÞ, Björgvin I. Ólafsson 6-KSÞ og  Jóhannes Kári Sigurjónsson 6-ALÞ.

Freyja náði þar bestum árangri 4. sæti með 5 vinninga af 7 mögulegum.


Íslandsmót barnaskólasveita fór fram um helgina í Rimaskóla - 11.4.2016

Íslandsmót barnaskólasveita 1.-7.bekkir í skák var haldið í Rimaskóla um helgina. Alls mættu rúmlega 30 skáksveitir til leiks frá um 20 skólum alls um 150 krakkar á aldrinum 6 - 12 ára.

Sveit Smáraskóla blandaði sér ekki í toppbaráttuna en Steinþór Örn Gíslason 6-ALÞ sýndi þar snilldartakta og vann 8 skákir af 9 mögulegum og fékk því borðaverlaun á 2. borði (Steinþór Örn er sá í Blikabúningnum á myndinni).  Gleðilega páska!  - 23.3.2016

Starfsfólk Smáraskóla óskar nemendum og fjölskyldum þeirra gleðilegra páska! 


Kennsla hefst aftur samkvæmt stundaskrá þriðjudaginn 29. mars. 


Fréttasafn


Atburðir framundan

Engin grein fannst.